fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Dómsuppkvaðning yfir Aaroni Ísak dregst á langinn – Nálgaðist drengina í skólanum eftir lögregluyfirheyrslu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. mars 2022 11:00

Aaron Ísak á sviði Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2019. - Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur yfir söngvaranum Aaroni Ísak, sem sakaður er um kynferðisbrot gegn 12 ára drengjum, er nú yfirvofandi en aðalmeðferð í málinu var í lokuðu þinghaldi í Héraðsdómi Reykjavíkur 2. og 3. febrúar. Dóm á að kveða upp innan fjögurra vikna frá aðalmeðferð. Samkvæmt heimildum DV þurfti að kalla tvö sérfræðivitni á ný fyrir dóminn til að útskýra tæknileg atriði varðandi tölvu. Munu þeir aðilar hafa gefið skýrslu í gær.

Aaron Ísak, sem er fæddur árið 1998, er sakaður um margendutekin brot gegn þremur drengjum á tímabilinu frá hausti 2019 og fram á vorið 2020. Tveir drengjanna voru 12 ára er brotin áttu sér stað en DV er ókunnugt um aldur þriðja drengsins.

Sjá einnig: Söngvarinn Aaron Ísak ákærður fyrir brot gegn 12 ára börnum

Aaron Ísak er meðal annars sagður hafa skrifast á við drengina með grófum, kynferðislegum hætti, þar sem hann lýsti kynlífsathöfnum. Einnig er hann sakaður um að hafa sent drengjum myndir af getnaðarlim sínum og gróf kynferðisleg myndbönd og myndir. Þetta kemur fram í ákæru sem DV hefur undir höndum.

Hann er ennfremur sakaður um að hafa reynt að hafa kynferðismök við tvo 12 ára drengi, er hann sagður hafa kysst annan þeirra á munninn, sem brást við með því að ýta honum frá sér. Hann er sagður hafa káfað á drengnum utanklæða, meðal annars í klofi. Reyndi hann jafnframt að fá drenginn og vin hans með sér niður í bílakjallara á ótilteknum stað.

Jafnframt er Aaron Ísak sakaður um að hafa átt í rafrænum, kynferðislegum samskiptum við þriðja drenginn, hafi hann meðal annars sent honum mynd af nöktum rassi sínum og myndskeið sem sýndi tvo karlmenn í samförum.

Aaron Ísak er ennfremur sakaður um að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum og var þar um að ræða 10 myndskeið og 74 ljósmyndir.

Fór í skóla drengjanna eftir yfirheyrslu

Málið gegn Aaroni Ísak er byggt á framburði meintra þolenda og rafrænum gögnum sem hafa verið rannsökuð. Aaron Ísak er meðal annars sakaður um að hafa nálgast drengina hvað eftir annað og reynt að fá þá til kynferðislegra athafna.

Hann er jafnframt sakaður um að hafa strax eftir lögregluyfirheyrslu farið til meintra þolenda sinna í skóla þeirra og sakað þá um lygar. Í kjölfarið sótti móðir eins þolandans um nálgunarbann gegn honum og féll úrskurður um það í kjölfarið. Drengirnir eru sagðir hafa orðið skelfingu lostnir er Aaron Ísak nálgaðist þá í skólanum.

Móðir eins þolandans tjáir DV að Aaron Ísak hafi haft óheftan aðgang að tölvu og snjallsíma eftir að rannsókn á meintum brotum hans hófst. Þá segir hún að hann hafi skemmt á útiskemmtun fyrir börn á 17. júní árið 2020, eftir að rannsókn lögreglu á meintum brotum hans gegn börnum var hafin. Móðirin hefur miklar áhyggjur af því að hann hafi getað haldið brotum áfram eftir að rannsókn hófst. Mun lögregla hafa rætt við móður hans um að hafa eftirlit með notkun hans á snjalltækjum.

Efnilegur söngvari

Aaron Ísak, sem heitir fullu og réttu nafni Aaron Ísak Berry, er fæddur árið 1998 og verður 24 ára síðar á þessu ári. Hann vakti mikla athygli fyrir þátttöku sína í forkeppni Eurovision-söngvakeppninnar árið 2020 en þar keppti hann undir listamannsnafninu Kid Isak. Árið 2019 bar hann sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna er hann flutti lag hljómsveitarinnar Queen, Love of My Life.

Meint brot munu hafa byrjað í kjölfar þess að drengirnir sendu honum skilaboð á Instagram þar sem þeir hrifust af söng hans og sviðsframkomu. Í framhaldi af því er Aaron sagður hafa sent drengjunum mörg kynferðisleg skilaboð og áreitt þá með þeim hætti nær daglega. Hafi hann, að þeim forspurðum, m.a. sent þeim afar óviðeigandi, kynferðislegar myndir. Þá hafi hann komið nálægt heimili drengjanna og reynt að fá þá til kynferðislegra athafna gegn greiðslu.

Sonur konu sem hefur verið í sambandi við DV vegna málsins hefur átt mjög erfitt vegna brotanna. Hafi hann átt erfitt með svefn og treyst sér illa til að vera í fjölmenni. Hefur hann óttast að Aaron Ísak reyni að nálgast sig. Hefur verið sótt aðstoð til sérfræðinga fyrir drenginn til að vinna gegn afleiðingum ofbeldisins.

Sem fyrr segir má vænta dómsuppkvaðningar í málinu á næstu dögum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt