Í umfjöllun Ladbible kemur fram að Aliia telji að Pútín vilji „full yfirráð yfir Úkraínu“ og vilji þess vegna losna við Zelenskyy forseta. „Ég hlaut sömu þjálfun og Pútín og okkur var kennt hvernig við eigum að vera róleg og yfirveguð við mjög stressandi aðstæður,“ sagði hún.
„Pútín sigrar alltaf. Hann getur ekki tapað þessu stríði og dregið sig í hlé af því að það myndi skaða orðspor hans. Hann fer alla leið.“
Aliia fæddist í Sovétríkjunum þáverandi þar sem faðir hennar var háttsettur herforingi. Af þeim sökum var þess vænst að hún myndi feta í fótspor hans og ganga til liðs við herinn.
En hlutirnir fóru ekki eins og stefnt var að því hún varð ástfanginn af manni sem hún átti að njósna um. Hún hefur því ekki getað farið heim til Rússlands í rúmlega einn áratug.
Hún segist eiga vini bæði í Rússlandi og Úkraínu sem segist vera „hræddir“ við einræðisstjórn Pútín. „Áætlun Pútín er augljós: Leyfum NATO ekki að koma eldflaugum eða vopnum fyrir í Úkraínu. Hann mun gera allt til að ná þessu markmiði en hann hélt að það væri auðvelt eins og þegar hann sendi herinn til Kasakstan í janúar 2021 vegna uppreisnar þar. Hann átti ekki von á að Úkraínumenn myndu grípa til varna og fá stuðning umheimsins,“ sagði hún einnig.