fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Zelenskyy – „Ég er í Kyiv. Ég er ekki í felum og ég hræðist engan“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. mars 2022 06:00

Volodymyr Zelenskyy. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, birti myndband í nótt þar sem hann ávarpaði þjóð sína og umheiminn. Í því segir hann að Rússar séu nú í miðri „martröð“ því þeir hafi vanmetið staðfestu úkraínsku þjóðarinnar.

„Í suðurhluta landsins hefur svo sterk þjóðernistilfinning leysts úr læðingi, svo mikil staðfesting á því hvað er að vera Úkraínubúi, að við  höfum aldrei séð neitt álíka á götum og torgum. Fyrir Rússland er þetta eins og slæm martröð,“ sagði hann.

Hann sagði að Rússar hafi gleymt því að Úkraínubúar séu ekki hræddir: „Við erum ekki hrædd við skriðdreka og vélbyssur á meðan aðalatriðið er okkar megin, sannleikurinn, eins og nú er.“

Hann sagðist ekki ætla að fara frá Kyiv: „Ég er hér í Kyiv, í Bankova götu. Ég er ekki í felum og ég hræðist engan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi