fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Sigurður miður sín eftir að öllum var sagt upp – „Ég er hættur störfum hjá Barnavernd Reykjavíkur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. mars 2022 20:00

Sigurður Hólm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Hólm Gunnarsson þroskaþjálfi birtir dapurleg tíðindi í nýjum pistli á Facebook-síðu sinni. Þar greinir hann frá því að honum og öllum starfsmönnum í Hraunbergi – skammtímaheimili fyrir unglinga – hafi verið sagt upp.

Ástæða uppsagnarinnar eru mygluvandamál sem Reykjavíkurborg treystir sér ekki til að ráða bót á vegna kostnaðar og var því valin sú leið að loka heimilinu og segja starfsfólkinu upp. Sigurður rekur þessa dapurlegu sögu með þessum orðum:

„Ég er hættur störfum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Þar sem ég fæ nú reglulega fyrirspurnir um málið finnst mér rétt að greina frá stöðunni út frá mínu sjónarhorni hér.

Mér og öllum mínum samstarfsfélögum í Hraunbergi – skammtímaheimili fyrir unglinga var sagt upp um seinustu mánaðarmót. Á skammtímaheimilinu tókum við á móti börnum sem af ólíkum ástæðum gátu ekki búið heima hjá sér á meðan unnið var í þeirra málum. Um var að ræða mikilvægt starf með börnum í erfiðum aðstæðum. Starfsemin var lögð niður og flutt til einkaaðila.

Ástæðan virðist aðallega sú að það mældist mjög alvarleg mygla í húsnæði Hraunbergs í desember 2021. Mygla sem búið var að gera athugasemdir við í mörg ár. Niðurstaðan virðist vera sú að það hafi kostað borgina of mikið að reka starfsemina í kjölfarið og því ákveðið að leggja niður þessa mikilvægu starfsemi og allir mínir starfsmenn atvinnulausir. Vissulega dapurlegur endir á 12 ára starfi. Ég ætla þó að líta á þetta sem gott tækifæri til breytinga fyrir mig sjálfan.“

Sigurður er mjög sorgmæddur yfir þessu og honum finnst afar ósanngjarnt að loka starfsemi af ástæðum sem starfsmenn bera enga ábyrgð á. Telur hann þessi vinnubrögð óboðleg:

„Um leið er ég sorgmæddur og hugsi yfir þeim skilaboðum sem mitt starfsfólk, og í raun allir opinberir starfsmenn, fengu með þessum vinnubrögðum.

Hér ákveður Reykjavíkurborg að loka úrræði vegna myglu, og ýmissa afleiðinga hennar, sem starfsfólk ber enga ábyrgð á og því einfaldlega sagt upp. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá þykja mér slík vinnubrögð afar ósanngjörn. Ekki síst vegna þess að umrætt myglumáli hafði lengi, og hefur enn, mikil áhrif á heilsu og líðan starfsmanna. Ekki má svo gleyma mögulegum áhrifum á börnin, skjólstæðinga okkar. Í staðinn er, eins og áður segir, búið að gera samning við einkafyrirtæki út í bæ.

Ég er miður mín yfir þessari framkomu við mína starfsmenn sem hafa lagt gríðarlega mikið á sig við að halda starfinu gangandi í gegnum þessa erfiðu tíma. Sérstaklega í ljósi þess að á starfsmannafundum með yfirstjórn Barnaverndar og Velferðarsviðs í kjölfar þess að myglan var staðfest var öðru lofað. Starfsmönnum var eðlilega hrósað fyrir mikla vinnu við að flytja starfsemina í skyndi rétt fyrir jól og halda öllu gangandi eftir að mygluhúsnæðinu var lokað. Öllum var lofað ítarlegri rannsókn og viðbrögðum við myglunni og öllum líka lofað að ástandið væri tímabundið. Starfsmönnum var ítrekað tjáð að við yrðum í tímabundnu húsnæði í um þrjá mánuði en svo fengjum við nýtt og betra húsnæði og vinnuaðstæður. Allir tóku því á sig aukið álag og vinnu vitandi að framtíðin væri björt. Stuttu síðar eru starfsmenn boðaðir á fund þar sem þeim er tilkynnt að vinnustaður þeirra hafi verið lagður niður.

Þetta eru vinnubrögð sem ég tel vera óboðleg og ég veit að hafa reynt mjög mikið á marga. Starfsfólk gerði ítrekaðar athugasemdir við loftgæði á vinnustað og ég sem forstöðumaður gerði oft kröfu um rannsókn á mögulegri myglu í mörg ár. Að minnsta kosti reglulega frá 2015, en ekkert gert. Alltaf var gert lítið úr málinu. Augljóslega engin mygla. Bara mikilvægt að hafa opna glugga. Ekki ósvipað óþægilega raunhæfum skets í síðasta áramótaskaupi.

Loksins voru málin skoðuð (og þurfti mikið átak til) og niðurstaðan sú að það reyndist vera grafalvarleg heilsuspillandi mygla í húsnæðinu, eins og okkur grunaði. Stuttu síðar, eins og áður segir, er öllum sagt upp. Hér eru hættulegar vinnuaðstæður, sem voru hundsaðar í mörg ár af þeim sem bera ábyrgð á húsnæðismálum í borginni, látnar bitna á fólki sem krafðist úrbóta.“

Sigurður segir að skilaboðin til starfsfólks sem vilji gera athugasemdir við óboðlegar aðstæður séu þau að best sé að þegja.

Pistil hans í heild má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé