fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Lítil úkraínsk stúlka slær í gegn á Internetinu – Syngur „Let It Go“ í loftvarnarbyrgi í Kyiv

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. mars 2022 06:25

Amelia. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítil stúlka, sem talið er að heiti Amelia, hefur slegið í gegn á Internetinu síðustu klukkustundir eftir að myndband var birt af henni þar sem hún syngur lagið „Let It Go“ í loftvarnarbyrgi í Kyiv í Úkraínu.

Myndbandið hefur fengið milljónir áhorfa síðan það var birt en það var Marta Smekhova sem birti það fyrst á Facebook. Á því sést fólk safnast saman í kringum stúlkuna þegar hún syngur „Let It Go“ af miklu æðruleysi á móðurmáli sínu í loftvarnarbyrgi í Kyiv sem sætir nú hörðum árásum rússneska hersins.

Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um söng litlu stúlkunnar er Idina Menze, sem lagði Elsu til rödd í teiknimyndinni Frozen sem lagið er úr. Hún skrifaði á Twitter: „Við sjáum þig. Við sjáum þig svo vel.“

Í færslu sinni, með myndbandinu, skrifaði Smekhova að hún hafi talað við litlu stúlkuna þegar hún sá hana vera að teikna „bjartar myndir“ í lélegri birtunni í loftvarnarbyrginu. „Hún sagði mér að auk þess að syngja elski hún að syngja . . . og hvíslaði að draumur hennar væri að syngja á stóru sviði fyrir framan áhorfendur. Ég spurði hana hvort hún sæi hversu margt fólk væri hér? Syngdu fyrir það,“ skrifað hún.

Hún sagðist hafa haft áhyggjur af að enginn myndi heyra Amelia syngja: „Frá fyrsta orðinu var algjör þögn í loftvarnarbyrginu. Allir ýttu verkefnum sínum til hliðar og hlustuðu á söng stúlkunnar sem geislaði af. Meira að segja karlarnir gátu ekki haldið aftur af tárunum.“

Smekhova fékk leyfi hjá móður Amelia til að birta myndbandið á Facebook og lofaði henni að heimsbyggðin myndi fá að sjá það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ef ég hefði verið tveimur mínútum seinna á ferðinni hefði það verið of seint“

„Ef ég hefði verið tveimur mínútum seinna á ferðinni hefði það verið of seint“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu
Fréttir
Í gær

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart
Fréttir
Í gær

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru