Margir sérfræðingar telja að nú geti svo farið að í Moskvu hefjist hreinsanir þegar reynt verður að draga einhvern til ábyrgðar fyrir lélega frammistöðu hersins í stríðinu.
Dögum saman hefur orðrómur verið á kreiki á samfélasmiðlum um að Sergej Sjojgu, varnarmálaráðherra, sé fallinn í ónáð hjá Pútín.
Annar orðrómur gengur út á að það sé leyniþjónustan FSB sem hafi beinlínis lokkað ráðamenn í Kreml inn í stríðið sem getur hugsanlega endað með miklum hörmungum fyrir Rússa.