fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Útburði á fólkinu í Fannborg 4 frestað til 21. mars

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. mars 2022 15:57

Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag kl. 16 ætluðu starfsmenn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu að bera út 14 manneskjur sem búa á áfangaheimili Betra Lífs að Fannborg 4. Ástæðan eru ónógar eldvarnir.

„Það komu hingað tveir slökkviliðsmenn í morgun með bréf þess efnis að útburði hefði verið frestað til 21. mars,“ segir Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður heimilisins.

DV fjallaði um málið á laugardag. Þrátt fyrir að miklar úrbætur með tilliti til eldvarna hafa verið gerðar á húsinu er það niðurstaða slökkviliðsstjóra að ekki megi búa á efri hæð hússins og tíu megi búa á neðri hæðinni. Íbúar hússins, sem eru flestir veikir alkóhólistar á efri árum, eru 24 talsins og hafa ekki í önnur hús að venda. Það sem út af stendur í eldvörnum í dag að mati slökkviliðsstjóra er að það vantar hringstiga frá svölum utan á efri hæð hússins, sem næði niður á jörðu.

Arnar hafði boðað til blaðamannafundar á staðnum kl. 15:30 í dag og ætlaði RÚV m.a. að mæta og hefði þá myndað útburðinn á fólkinu og sýnt í kvöldfréttum sjónvarpsins. En ekkert varð af þessu í dag og fólkið hefur gálgafrest til 21. mars.

„Margt skrýtið gerist þegar svona mál kemst í fjölmiðla og það hafði við mig samband maður sem á svona hringstiga og er til í að gefa okkur hann,“ segir Arnar. Vandinn er sá að umsókn um þessa breytingu á húsnæðinu þarf að fara í gegnum kerfið í Kópavogi og leyfi þarf frá arkitekt, skipulagsstjóra, byggingafulltrúa og bæjarráði. Hefur Arnari verið tjáð að ferlið taki 3-4 mánuði.

Raunar hefur Arnar í hyggju að flytja starfsemina í skrifstofuhúsnæði í Reykjavík en til þess þarf að fá undanþágu hjá skipulagsráði Reykjavíkurborgar og gengur hægt að ná sambandi þar. Arnar hefur einnig leitað til félagsmálaráðuneytisins og var honum tjáð í morgun að félagsmálaráðherra hafi ekkert vitað af málinu og komið af fjöllum er hann frétti um útburðinn. „En ég er búinn að bíða í tvo og hálfan mánuð eftir fundi með félagsmálaráðherra,“ segir Arnar.

„Annars vil ég aðallega fá frið frá þessum embættum því það er full vinna að sinna rekstrinum,“ segir Arnar ennfremur.

Þess má geta í þessu samhengi að fyrir helgi fullyrti Drífa Snædal, forseti ASÍ, að ástand varðandi óleyfisíbúðir á höfuðborgarsvæðinu væri skárra en samtökin hefðu óttast. Kom þetta fram á RÚV. Minna sé um búsetu í óleyfisíbúðum og ástand þess húsnæðis skárra en starfsmenn ASÍ óttuðust. „En auðvitað er það óþolandi staða að einhver búi í atvinnuhúsnæði sem á að búa í íbúðarhúsnæði,“ segir Drífa og vísar þar til erlendra verkamanna sem búi í iðnaðarhúsnæði. Arnar telur hins vegar að ekki væsi um fólkið í Fannborg 4 sem sé mun öruggara þar inni en á götunni, fæstir sem þar búa myndu lifa af eina nótt í Reykjavík undir berum himni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu