Með nýjum lögum sem gera refsivert að segja aðrar fréttir af stríðinu en rússnesk yfirvöld hafa samþykkt sést berlega að rússnesk stjórnvöld hafa ekki mikla trú á gangi innrásarinnar sem hefur ekki gengið eins og lagt var upp með.
Nú standa Rússar vinafáir á alþjóðavettvangi og eru beittir hörðum refsiaðgerðum. Margra ára uppbygging sambanda og tengslaneta á alþjóðavettvangi er að engu orðin og fáir vilja hafa nokkuð saman við þá að sæla.
Micheal Kofman, hjá bandarísku hugveitunni CNA í Washington, telur að Rússar eigi á hættu að geta þeirra til hernaðar í Úkraínu verði orðin ansi lítil eftir um þrjár vikur. Hann segir að miðað við þau vandamál sem þeir hafa glímt við í birgðaflutningum og að áætlanir þeirra hafi ekki gengið eftir þá séu um þrjár vikur í að hersveitir þeirra verði örmagna og geti ekki barist lengur.