Hún sagði að Pútín hafi ákveðið að halda áfram árásarstefnu sinni, stigmögnun stríðsins og árásum á óbreytta borgarar í stríði sem Rússar finni afleiðingarnar af eins og aðrir.
Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að rúmlega 11.000 rússneskir hermenn hafi fallið frá upphafi stríðsins og að Rússar hafi misst 44 orustuþotur og 48 þyrlur. Ekki hefur verið hægt að staðfesta þessar tölur. Rússnesk yfirvöld segja að 498 rússneskir hermenn hafi fallið í Úkraínu en það hefur heldur ekki verið hægt að staðfesta þá tölu.