fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Rússnesk stjórnvöld grípa til róttækra aðgerða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. mars 2022 05:21

Rússar við matarinnkaup. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk stjórnvöld hafa gripið til harðra aðgerða vegna efnahagsaðgerðanna sem Vesturlönd og fleiri lönd beita landið nú. Verslunum hafa verið gefin fyrirmæli um að takmarka hversu mikið magn hver og einn má kaupa á nauðsynjavörum. Þetta er gert til að draga úr líkunum á að svartamarkaðsbrask verði stundað og til að halda verðinu stöðugu.

Rússneska ríkisstjórnin skýrði frá þessu í gær. Meðal þeirra nauðsynjavara sem fyrirmælin ná yfir eru brauð, hrísgrjón, egg, hveiti, ákveðnar kjötvörur og mjólkurvörur. Ríkið stýrir verðinu á þessum vörum.

Viðskiptaráðuneyti landsins segir að mörg merki hafi verið á lofti um helgina um að svartur markaður fyrir matvæli sé að myndast. Margir hafi keypt vörur í miklu meira magni en nauðsynlegt geti talist til einkanota. Dæmi eru sögð vera um að fólk hafi keypt mörg tonn af matvælum til þess eins að selja síðan fyrir hærra verð.

Refsiaðgerðir Vesturlanda koma þungt niður á Rússum. Gengi rúblunnar hefur snarlækkað og yfirvöld hafa gripið til þess ráðs að setja þak á hversu mikið af erlendum gjaldeyri fólk má taka með sér úr landi. Rússneski seðlabankinn hefur mjög takmarkaðan aðgang að erlendum gjaldeyri eins og er vegna refsiaðgerðanna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi