Rússneska ríkisstjórnin skýrði frá þessu í gær. Meðal þeirra nauðsynjavara sem fyrirmælin ná yfir eru brauð, hrísgrjón, egg, hveiti, ákveðnar kjötvörur og mjólkurvörur. Ríkið stýrir verðinu á þessum vörum.
Viðskiptaráðuneyti landsins segir að mörg merki hafi verið á lofti um helgina um að svartur markaður fyrir matvæli sé að myndast. Margir hafi keypt vörur í miklu meira magni en nauðsynlegt geti talist til einkanota. Dæmi eru sögð vera um að fólk hafi keypt mörg tonn af matvælum til þess eins að selja síðan fyrir hærra verð.
Refsiaðgerðir Vesturlanda koma þungt niður á Rússum. Gengi rúblunnar hefur snarlækkað og yfirvöld hafa gripið til þess ráðs að setja þak á hversu mikið af erlendum gjaldeyri fólk má taka með sér úr landi. Rússneski seðlabankinn hefur mjög takmarkaðan aðgang að erlendum gjaldeyri eins og er vegna refsiaðgerðanna