Þetta hefur The Wall Street Journal eftir fjórum bandarískum embættismönnum.
Fram kemur að Rússar leiti að Sýrlendingum sem hafa reynslu af stríði í borgum. Þeir vonast til að þeir geti aðstoðað rússneska hermenn við að ná höfuðborginni Kyiv á sitt vald.
Ekki liggur fyrir hversu margir hafa verið ráðnir til starfa eða hvort þeir séu komnir til Úkraínu. Einn ef embættismönnunum sagði þó að nokkrir Sýrlendingar séu komnir til Rússlands þar sem þeir undirbúi sig nú undir stríðið í Úkraínu.