fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Rússar birta kröfur sínar varðandi Úkraínu – „Það er hægt að stöðva þetta samstundis“ – Þetta eru helstu kröfurnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. mars 2022 12:47

Lík almenns borgara á brú við Kyiv í dag. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar gerðu í dag frekari grein fyrir þeim kröfum sem þarf að uppfylla til að þeir hætti stríðsrekstri sínum í Úkraínu. Dmitrij Peskov, talsmaður forsetaembættisins, sagði að Rússar séu reiðubúnir til að stöðva hernaðaraðgerðir sínar um leið og Úkraína gengur að þessum kröfum.

Kröfurnar eru margar og fara örugglega ekki vel í Úkraínumenn. Meðal þeirra er að Úkraína á að hætta öllum hernaðaraðgerðum og gera breytingar á stjórnarskrá landsins þannig að kveðið sé á um að landið sé hlutlaust.

Auk þess á Úkraína að viðurkenna að Krím sé hluti af Rússlandi en Rússar hertóku Krím 2014. Einnig krefjast Rússar þess að þeir viðurkenni sjálfstæði Donetsk og Luhansk en það eru héruð í austurhluta landsins sem aðskilnaðarsinnar og Rússar hafa haft á valdi sínu síðan 2014.

Peskov sagði að Úkraínumenn viti hverjar kröfur Rússa séu. „Þeir hafa fengið að vita að það er hægt að stöðva þetta allt saman samstundis,“ sagði hann.

Hann sagði jafnframt að Rússar hafi ekki í hyggju að sölsa land undir sig í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki