Kröfurnar eru margar og fara örugglega ekki vel í Úkraínumenn. Meðal þeirra er að Úkraína á að hætta öllum hernaðaraðgerðum og gera breytingar á stjórnarskrá landsins þannig að kveðið sé á um að landið sé hlutlaust.
Auk þess á Úkraína að viðurkenna að Krím sé hluti af Rússlandi en Rússar hertóku Krím 2014. Einnig krefjast Rússar þess að þeir viðurkenni sjálfstæði Donetsk og Luhansk en það eru héruð í austurhluta landsins sem aðskilnaðarsinnar og Rússar hafa haft á valdi sínu síðan 2014.
Peskov sagði að Úkraínumenn viti hverjar kröfur Rússa séu. „Þeir hafa fengið að vita að það er hægt að stöðva þetta allt saman samstundis,“ sagði hann.
Hann sagði jafnframt að Rússar hafi ekki í hyggju að sölsa land undir sig í Úkraínu.