fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Rætt um fasta viðveru varnarliðs hér á landi – Þingmenn tvístígandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. mars 2022 09:00

Bandarísk herflugvél á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil breyting hefur orðið í alþjóðamálum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og þá ekki síst í öryggis- og varnarmálum í Evrópu. Mörg ríki hafa aukið viðbúnað sinn og ætla að stórauka framlög sín til varnarmála. Má þar nefna að Þjóðverjar hafa nú þegar ákveðið að her landsins fái 100 milljarða evra aukalega á þessu ári og mun hærri framlög á næstu árum en áður hafði verið gert ráð fyrir. Danir hafa einnig ákveðið að auka framlög sín til hers landsins um 3,5 milljarða danskra króna á þessu ári.

Hér á landi hefur umræða um varnarmál einnig átt sér stað og í síðustu viku lagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, til í Dagmálum Morgunblaðsins, að ríkið setji sérstaka stofnun á laggirnar sem verði vettvangur umræðu sérfræðinga um öryggis- og varnarmál.

Morgunblaðið segir að í gær hafi Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, skrifað á Facebook að hann telji að föst viðvera varnarliðs hér á landi muni fæla óvinasveitir frá því að gera árás á landið.

Frá því að Bandríkjaher yfirgaf landið 2006 hefur ekki verið varnarlið með fasta viðveru hér á landi. NATO-ríkin hafa þó sinnt loftrýmisgæslu öðru hvoru.

Í færslu sinn ber Baldur Ísland og Úkraínu saman og segir að þau eigi allt sitt undir að vera í skjóli voldugra ríkja eða ríkjabandalaga því þau hafi ekki burði til að verja sig sjálf.

Þeir leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem Morgunblaðið leitaði til voru fæstir reiðubúnir til að taka skýra afstöðu um þetta en margir lögðu áherslu á nauðsyn samráðs og sameiginlegs mats á vettvangi NATO um þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Stýrivextir lækkaðir um hálfa prósentu

Stýrivextir lækkaðir um hálfa prósentu
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð ómyrkur í máli: „Enginn ætti að mæta til Íslands til að sækja um hæli“

Sigmundur Davíð ómyrkur í máli: „Enginn ætti að mæta til Íslands til að sækja um hæli“