fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

Raðnauðgari áfrýjaði fimm ára dómi til Landsréttar – Dómurinn var þyngdur í sjö ár

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. mars 2022 14:53

Frá Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur þyngt dóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem var dæmdur fyrir ítrekaðar nauðganir og brot í nánu sambandi gegn barnsmóður sinni síðasta sumar. Maðurinn fékk fimm ára dóm í Héraðsdómi Norðurlands Eystra en ákvað að áfrýja dómnum til Landsréttar. Hið æðra dómstig komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þyngja dóminn sjö ára fangelsi. Þá krafðist maðurinn þess að miskabætur sem hann var dæmdur til að greiða brotaþola, upp á 4 milljónir króna, yrðu felldar niður en Landsréttur staðfesti upphæðina sem og rúmar 3,5 milljónir króna í sakarkostnað.

Hér má lesa dóm Landsréttar sem féll þann 4. mars síðastliðinn.

Löng saga ofbeldis

Ofbeldið sem maðurinn var ákærður fyrir átti sér stað á einum degi í september 2020. Brotin áttur sér stað á Akureyri en í dómnum er farið yfir langa og ítarlega sögu ofbeldis sem maðurinn hefur beitt konuna. Hann hefur áður verið dæmdur fyrir brot gegn konunni sem fóru fram milli áranna 2015 og 2018. Maðurinn og konan höfðu átt í sambandi síðan hún var 18 ára gömul og hann 27 ára, samband þeirra byrjaði árið 2014 eða 2015.

Í frumskýrslu lögreglu vegna málsins er lýst því þegar lögreglunni barst tilkynning um kynferðisbrot frá bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri. Lögreglan fór þá á sjúkrahúsið og hitti brotaþola þar en hún lýsti því hvað hafði gerst. Hún sagði við lögreglu að hún hafði farið að heimili barnsföður síns, ákærða, um morguninn og þar hafi frænka hans verið í heimsókn.

Hló með misþyrmingarnar áttu sér stað

Ákærði bað þá frænkuna um að fara skömmu síðar og síðan bað hún brotaþola um að tala við sig inni í herbergi. „Hann hafi farið að kyssa hana og beðið hana að fara úr fötunum sem hún hafi ekki viljað og tjáð honum það. Ákærði hafi ekki hætt og náð henni úr fötunum og haft við hana samfarir gegn vilja hennar. Hann hafi ekki hætt þótt hún hafi beðið hann um það. Þetta hafi staðið lengi og verið harkalegt,“ segir í dómnum.

Þá segir að hún hafi allan tímann beðið manninn um að hætta, grátið og að hann hafi verið „ógeðslega vondur“ við hana. Hann er sagður hafa skipt „endalaust“ milli legganga og endaþarms og að það hafi verið eins og hann væri að vanda sig við að meiða hana og að hann hafi hlegið að henni á meðan.

„Í fyrstu hafi hún beðið hann að hætta en ekki grátið því að hún hafi ekki haldið að þetta yrði svona „ógeðslega hræðilegt“. Hann hafi oft áður nauðgað henni og verið ógeð en í þetta skipti hafi hann meitt hana endalaust og aðeins tvisvar sleppt henni. Hún hafi í annað skiptið farið fram að athuga hvað klukkan væri þvíaðhún hafi haldið að það væri komið yfir leikskólatíma. Hún hafi svo komið aftur til að sækja fötin sín en hann rifið í hana og haldið áfram. Hún hafi þá hágrátið og sagt honum að henni væri svo illt. Hann hafi oft hlegið að henni og niðurlægt hana en það hafi aldrei verið „svona fokking ógeðslegt“.

Konan reyndi svo að losna undan manninum með því að segja að hún þyrfti að ná í dóttur þeirra í leikskóla en þegar ákærði áttaði sig á því að klukkan var aðeins tvö en ekki fjögur hafði hann nauðgað henni aftur. „Þegar hún hafi ætlað að fara um fjögurleytið að sækja barnið hafi ákærði talað þannig að hún hafi ekki getað skilið hann eftir heldur beðið móður sína að sækja barnið.“

Klukkan 18:35 sama dag sendi maðurinn henni skilaboð. „Vó það er ekki allt í lagi hérna“, „Fyrirgefðu Y“ og „ég elska ykkur“. Þá reyndi maðurinn átta sinnum að hringja í brotaþola frá klukkan 18:14 til 19:07. Brotaþoli gekkst undirskoðun á neyðarmóttöku þá um kvöldið og gaf skýrslu hjá lögreglu daginn eftir.

„Þú veist ég var ekkert að taka eitthvað sérstaklega eftir því“

Maðurinn neitaði sök sinni. Hann sagði að þau höfðu stundað gróft kynlíf þennan dag en að það hafi verið gert með samþykki konunnar. Þá segir hann að samband þeirra hafi verið mjög stormasamt og að þau gætu ekki talið hversu oft þau höfðu slitið sambandinu og byrjað aftur saman. Hann vill meina að þau hafi verið í sambandi á þeim tíma sem brotið átti sér stað.

Maðurinn sagði fyrir dómi að þau stunda frekar hart kynlíf sem skilji stundum eftir sig áverka. Þau til dæmis klóri, hárreyti og flengi í kynlífi sínu og vísaði hann í því sambandi ítrekað til myndar í gögnum málsins af klórförum á hálsi hans. Þegar hann var spurður hvort það hafi verið klór, hárreytingar og flengingar þennan dag svaraði hann: „Örugglega bara allt í þá áttina sko.“

Þá segir hann að þennan daginn hafi hann haft munnmök við konuna og þau stundað samfarir í leggöng og endaþarm. Hann segist ekki hafa notað sleipiefni við endarþarmsmökin, þau geri það yfirleitt ekki. Hann segist ekki minnast þess að hafa tekið brotaþola hálstaki en það geti vel verið, það hafi verið venjulegt í þeirra kynlífi.

Fram kemur í dómnum að svör ákærða við spurningum um það hvernig brotaþoli tjáði samþykki sitt voru óljós. „Þú veist ég var ekkert að taka eitthvað sérstaklega eftir því en hún var aldrei að segja mér að hætta á neinn einasta hátt,“ sagði hann.

„Ógeð og hrotti“

Konan segist hafa fyrst hitt manninn þegar hún var 13 ára gömul og að hann hafi þá reynt að fá hana upp í herbergi með sér. Maðurinn hefur þá verið í kringum 22 ára gamall miðað við aldurinn sem talað er um í dómnum. Þau kynntust svo almennilega þegar hún var 18 ára og byrjuðu strax saman.

„Sambandið hafi verið þannig að ákærði var bæði bestur og verstur. Hann segi allt það rétta og fallega en svo sé hann ógeð og hrotti. Hann hafi beitt andlegu ofbeldi frá upphafi og eftir einhverja mánuði hafi hann byrjað að beita hana líkamlegu ofbeldi sem hafi stöðugt aukist. Hann hafi einnig beitt hana kynferðisofbeldi. Þetta sé ekki neyslutengt og að sumu leyti sé hann skárri þegar hann sé í neyslu því að þá hafi hann um annað að hugsa en að stjórnast í henni,“ segir um samband þeirra í dómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna