fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Jón Benjamín þjóðhetja á Englandi eftir að hafa bjargað lífi farþega um borð í flugvél

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. mars 2022 13:00

Jón Benjamín er til vinstri myndinni og Terry Porter.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Benjamín Þórðarson, er sjúkraflutningamaður af íslenskum ættum, sem nú er mikið í fréttum í bresku pressunni eftir hetjulega björgun um borð í farþegavél frá Gran Canaria til England.

Maður að nafni Terry Porter fékk hjartaáfall um borð í vélinni og ekkert sjúkralið var tiltækt. Jón framkvæmdi hjartahnoð á manninum og beitti auk þess hjartastuðtæki sem var í vélinni og gaf honum rafstuð sex sinnum með tækinu, að því er kemur fram í frétt Mirror.

Jón bjargaði lífi Terry Porter (ranglega kallaður „Potter“ í frétt Mirror) með sínu snögga inngripi og var Terry búinn að ná sér eftir áfallið sex dögum síðar.

Jón starfar hjá Yorkshire Ambulance Service sem sjúkraflutningamaður og hefur hann mörgum sinnum í starfi sínu bjargað fólki eftir hjartaáfall. Hann segist hins vegar aldrei hafa lent í því utan vinnunnar áður.

Í samtali við DV segir Jón að afi hans og amma séu frá Íslandi en hann hafi fæðst á Englandi. Segist hann hafa komið til Íslands síðast fyrir tíu árum.

Terry er afar þakklátur Jóni fyrir lífgjöfina. „Ég væri ekki hér ef hann hefði ekki stigið inn og tekið stjórnina,“ segir Terry við Mirror. Hann segir ennfremur:

„Að sjálfsögðu er ég þakklátur Jóni fyrir að hafa verið til staðar og ekki aðeins fært mér annað tækifæri í lífinu heldur endurvakið trú mína á fólki.“

Myndin sem fylgir er frá Jóni og birt með góðfúslegu leyfi hans. Hún sýnir þá félaga á góðri stund fyrir skömmu, Terry orðinn brattur og búinn að ná sér eftir hjartaáfallið. Fengu félagarnir sér drykk saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fasteignasala situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hundsað útgáfufélag árum saman

Fasteignasala situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hundsað útgáfufélag árum saman
Fréttir
Í gær

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru
Fréttir
Í gær

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn