fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Hafa dregið upp þrjár skelfilegar sviðsmyndir um vaxandi átök í Evrópu – „Við verðum að viðurkenna að spennan er á krítísku stigi“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. mars 2022 08:05

Eldar í Kyiv eftir árásir Rússa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með mikilli leynd hafa ráðgjafar Joe Biden, Bandaríkjaforseta, í öryggismálum dregið upp þrjár skelfilegar sviðsmyndir um hvernig stríðið í Úkraínu getur þróast og hvernig Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, muni bregðast við sívaxandi einangrun sinni á alþjóðasviðinu.

New York Times skýrir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum, sem standa Biden nærri, að eftir því sem refsiaðgerðir Vesturlanda bíti meira og stríðsreksturinn í Úkraínu gangi illa geti farið svo að Pútín verði svo örvæntingarfullur að hann muni grípa til enn óskynsamlegri aðgerða en fram að þessu.

Ráðgjafarnir segja að sögn að nú sé sá ófyrirséði vandi kominn upp að refsiaðgerðirnar hafi verið svo áhrifamiklar að Pútín finnist að nú þurfi hann að bæta fyrir þau mistök sem hann gerði í upphafi stríðsins.

Pútín hefur verið sakaður um að hafa ekki reiknað nægilega vel með getu úkraínska hersins til að stöðva framrás rússneska hersins.

Bandarísku öryggisráðgjafarnir óttast að í reiði sinni kunni Pútín að byrja að láta sprengjum rigna í enn meira magni yfir úkraínskar borgir til að ná aftur undirtökum í stríðinu. Óttast þeir að Pútín muni hegða sér sífellt óskynsamlegar og það muni gera bandarískum leyniþjónustustofnunum enn erfiðara fyrir að sjá þróun mála fyrir.

Þeir óttast einnig að hann muni láta tölvuher sinn ráðast á bandarísk fjármálafyrirtæki og orkufyrirtæki og þriðja sviðsmyndin er að hann muni ráðast með herliði á fleiri Evrópuríki.

Þessi umræðu kemur á sama tíma og bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa látið í ljós áhyggjur af andlegri heilsu Pútín.

Til að hella ekki olíu á eldinn ákváðu bandarísk stjórnvöld í síðustu viku að hætta við fyrirhugaða tilraun með svokallaða Minutemaneldflaug. John F. Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytisins, skýrði frá þessu og sagði að ekki hefði verið auðvelt að taka þessa ákvörðun en það hafi verið gert til að sýna að Bandaríkin séu ábyrgt kjarnorkuveldi: „Við verðum að viðurkenna að spennan er á krítísku stigi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi