Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók átta ökumenn í gærkvöldi og nótt. Þeir eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Einn var kærður fyrir þjófnað úr verslun í gærkvöldi og tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka án gildra ökuréttinda.