fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Stunginn ítrekað í bakið með skrúfjárni aðfaranótt laugardags

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. mars 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður um tvítugt varð fyrir hrottalegri líkamsárás aðfaranótt laugardags í miðbænum er hann var stunginn ítrekað í bakið með skrúfjárni.

Móðir mannsins greindi frá árásinni í færslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli en þar segir hún að sonur hennar hafi verið þungt haldinn á sjúkrahúsi í kjölfar árásarinnar, en hann er nú kominn úr lífshættu.

Gagnrýnir móðirin að viðstaddir hafi ekki komið syni hennar til aðstoðar, en dyraverðir á skemmtistað fylgdust með en gerðu ekkert og þurfti sonur hennar sjálfur að koma sér að sjúkrabíl og óska þar eftir hjálp.

Hún biðlar til mögulegra vitna að gefa sig fram við lögreglu, en árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistað á horni Austurstrætis og Veltusunds.

Lögregla staðfesti í samtali við RÚV að málið væri til rannsóknar en sem stendur liggur enginn undir grun.

Móðir mannsins telur í færslu sinni að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi