Fordómafullum nafnlausum áróðri hefur undanfarið verið dreift í póstkassa í Reykjavíkurborg í formi bréfmiða þar sem talað er um „sænsku leiðina“ og talað gegn innflytjendum.
Aðili sem kallar sig „marxisti“ á samfélagsmiðlinum TikTok hefur deilt myndböndum af dreifingunni. Sá segir í athugasemdum að þessi dreifing sé gerð í nafni stefnunnar NatSoc eða National Socialism sem á margt skylt við nasisma.
@marxisti Based af #based #sigma #lgbtq ♬ original sound – Local Historian🇪🇪
@marxisti♬ original sound – Clueless drengur 🥺
Þó nokkrir hafa vakið athygli á áróðrinum á samfélagsmiðlum undanfarin sólarhring. Vesturbæjarbúi greindi frá því inn á Facebook-hóp hverfisins að hafa fundið einn slíkan miða í póstkassa sínum og var sá hvattur til að tilkynna málið til lögreglu enda þótti mörgum ljóst að hér væri um refsiverða hatursorðræðu að ræða.
Lögreglan sagðist í samtali við DV þó ekki kannast við málið, en tók þó fram að þar sem dreifingin hafi átt sér stað nú um helgina gæti verið að málið rataði inn á borð þeirra eftir helgi.
Athygli var einnig vakin á málinu á Twitter. Þar er áróðurinn fordæmdur og sagður „ömurlegur“ og „ógeðslegur“ svo dæmi séu tekin. Eins er bent á að sú algenga yfirlýsing Íslendinga, um að hér þrífist ekki fordómar, sé greinilega röng.
Nei hver andskotinn. Þessu var bara dreift í Vesturbænum núna rétt í þessu?!?
Ég segi það aftur – “það eru engir fordómar á Íslandi” eru einungis orð sem hvítir Íslendingar segja sem hafa aldrei upplifað fordóma.
Þetta er ógeðslegt. pic.twitter.com/iE72OT48IV
— Ljiridona (@Ljiridonaa) March 5, 2022
Bý á stúdentagörðunum og fékk þetta í póstkassann í dag, veit einhver hver
er að dreifa þessu? pic.twitter.com/ITrLO6I51K— MARCIN 🗿 (@peterinoooo) March 5, 2022
Ákvæði í hegningarlögum fjallar um bann við nánar tiltekinni tjáningu sem er nú almennt kölluð hatursorðræða. Í ákvæðinu segir:
„Hver sá sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“
Ljóst er að áróðursbréfunum sem hér er fjallað um er ætla að hvetja til fordóma gegn innflytjendum.