fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

„Bara ein ályktun sem er hægt að draga af því: Þið viljið að við séum drepin hægt og rólega“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. mars 2022 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússland lét í dag flugskeyti falla yfir flugvöllinn í Vinnytsia í Úkraínu, forseti Úkraínu. Volodimír Zelenskí segir að flugvöllurinn hafi verið jafnaður við jörðu. Hann biðlar enn og aftur til NATO og Vesturlanda að loka flughelginni yfir Úkraínu, eða í hið minnsta tryggja Úkraínu orrustuþotur svo landið geti gripið til varna gegn Rússum.

„Ég var rétt í þessu upplýstur á flugskeyta árásina á Vinnytsia. Átta flugskeyti. Gegn borginni okkar, gegn okkar friðsælu Vinnytsia sem Rússlandi hefur aldrei staðið nein ógn af, ekki með neinum hætti. Hrottaleg, fólskuleg flugskeyta árás sem hefur gjörsamlega eyðilagt flugvöllinn. Þeir halda áfram að rústa innviðum okkar. Lífinu sem við byggðum, foreldrar okkar, ömmur okkar og afar, heilu kynslóðirnar af Úkraínumönnum,“ segir Zelenskí í ávarpi.

Hann segir að nauðsynlegt sé að loka flughelginni af mannúðarástæðum til að koma í veg fyrir frekari flugskeytaárásir.

„Við endurtökum það sama á hverjum degi: „Lokið flughelginni yfir Úkraínu. Lokið henni fyrir öllum rússneskum flugskeytum, rússneskum orrustuþotum, fyrir öllum þessum hryðjuverkamönnum,“ 

Zelenskí segir að án aðstoðar Vesturlanda sé aðeins hægt að draga eina ályktun – að þau bíði þess að Úkraína falli.

„Við erum fólk og þetta er mannúðleg skylda ykkar. Að vernda okkur, vernda fólk. Og þið getið gert þetta. Ef þið gerið það ekki, og ef þið gefið okkur ekki þotur svo við getum verndað okkur sjálf þá er bara ein ályktun sem er hægt að draga af því: Þið viljið að við séum drepin hægt og rólega. 

Þetta er einnig á ábyrgð leiðtoga heimsins. Vestrænna leiðtoga. Í dag og alla daga“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað
Fréttir
Í gær

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera
Fréttir
Í gær

„Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann“

„Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann“