Rússland lét í dag flugskeyti falla yfir flugvöllinn í Vinnytsia í Úkraínu, forseti Úkraínu. Volodimír Zelenskí segir að flugvöllurinn hafi verið jafnaður við jörðu. Hann biðlar enn og aftur til NATO og Vesturlanda að loka flughelginni yfir Úkraínu, eða í hið minnsta tryggja Úkraínu orrustuþotur svo landið geti gripið til varna gegn Rússum.
‼️ Urgent appeal by President @ZelenskyyUa: a missile strike on #Vinnytsia consisted of eight missiles; the airport is completely destroyed.
The President called on the world to close the skies over #Ukraine and provide Ukraine with aircraft. pic.twitter.com/0s8nUneRZP— Verkhovna Rada of Ukraine (@ua_parliament) March 6, 2022
„Ég var rétt í þessu upplýstur á flugskeyta árásina á Vinnytsia. Átta flugskeyti. Gegn borginni okkar, gegn okkar friðsælu Vinnytsia sem Rússlandi hefur aldrei staðið nein ógn af, ekki með neinum hætti. Hrottaleg, fólskuleg flugskeyta árás sem hefur gjörsamlega eyðilagt flugvöllinn. Þeir halda áfram að rústa innviðum okkar. Lífinu sem við byggðum, foreldrar okkar, ömmur okkar og afar, heilu kynslóðirnar af Úkraínumönnum,“ segir Zelenskí í ávarpi.
Destruction of Vinnytsia airport after missile strike https://t.co/zW6omDJhJE #Ukraine pic.twitter.com/n3fFIUY8NU
— Liveuamap (@Liveuamap) March 6, 2022
Hann segir að nauðsynlegt sé að loka flughelginni af mannúðarástæðum til að koma í veg fyrir frekari flugskeytaárásir.
„Við endurtökum það sama á hverjum degi: „Lokið flughelginni yfir Úkraínu. Lokið henni fyrir öllum rússneskum flugskeytum, rússneskum orrustuþotum, fyrir öllum þessum hryðjuverkamönnum,“
Zelenskí segir að án aðstoðar Vesturlanda sé aðeins hægt að draga eina ályktun – að þau bíði þess að Úkraína falli.
„Við erum fólk og þetta er mannúðleg skylda ykkar. Að vernda okkur, vernda fólk. Og þið getið gert þetta. Ef þið gerið það ekki, og ef þið gefið okkur ekki þotur svo við getum verndað okkur sjálf þá er bara ein ályktun sem er hægt að draga af því: Þið viljið að við séum drepin hægt og rólega.
Þetta er einnig á ábyrgð leiðtoga heimsins. Vestrænna leiðtoga. Í dag og alla daga“
Breaking! pic.twitter.com/VCL5mpOVMi
— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 6, 2022