fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Reynir segir að fólk eigi ekki að fordæma Kristjón – „Þarna er auðmaður að misnota sér fátækt fjölmiðlamanns“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. mars 2022 13:30

Skjáskot Mannlíf

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar óvenjulegt viðtal birtist á Mannlífi í gærkvöld þegar Kristjón Kormákur, ritstjóri 24.is, steig fram og játaði innbrot inn í bíl Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs, sem og inn á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs. Játaði hann einnig að hafa tekið tölvur traustataki og eytt gögnum.

DV fjallaði um málið í gærkvöld. Þar kom fram að auðmaðurinn Róbert Wessman hafi fjármagnað rekstur 24.is en þó, að mati Kristjóns, ekki staðið við gerða samninga og ekki veitt þá fyrirgreiðslu sem heitið var. Fór svo að Kristjón átti ekki lengur fyrir launum starfsmanna.

Stríð hefur geisað milli Róberts og Mannlífs og hefur miðillinn birt marga neikvæðar fréttir um auðmanninn. Kristjón segir að Róbert hafi ekki beðið um innbrotið, engu að síður greip hann til þessa örþrifaráðs í von um að komast yfir gögn sem gætu hjálpað til í baráttunni við Mannlíf.

Þó að Róbert hafi ekki komið nálægt innbrotinu varpar Reynir þó sökinni á hann. Í Facebook-færslu biður hann fólk um að fordæma ekki Kristjón:

„Eftir tíðindi undanfarinna daga er mér efst í huga að grunntónninn í öllu þessu máli með Róbert Wessman og Kristjóns Kormáks Guðjónssonar er að þarna er auðmaður að misnota sér fátækt fjölmiðlamanns og etja honum til slæmra verka. Þetta snýst um valdamun rétt eins og gerist þegar ungar stúlkur ánetjast eldri mönnum. Ég mælist til þess að fólk fordæmi Kristjón Kormák ekki heldur horfi á afsökunarbeiðni hans og styðji hann inn á rétta braut. Aftur á móti er nauðsynlegt að greina ógeðfelldan þátt auðmannsins í þessu máli og öðrum sambærilegum. Við á Mannlífi munum halda áfram að varpa ljósi inn í myrkrið og sýna þá ósvífni og forherðingu sem er að baki. Róbert Wessman hefur sent lögfræðing sinn á mig í fleiri tilvikum en ég kæri mig um að muna. Við hann segi ég: Komdu fagnandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki