fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Huginn tapaði í Landsrétti – „Þú ert augljóslega ofbeldismaður“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. mars 2022 12:00

Huginn Þór Grétarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur sneri við á föstudag meiðyrðamálsdómi Hugins Þórs Grétarssonar, barnabókahöfundar og útgefanda, gegn Elíasi Halldóri Ágústssyni.

Elías hafði áður verið dæmdur fyrir meiðyrði í héraðsdómi. Ummælin féllu á samfélagsmiðlum og í ummælakerfi netmiðla í tengslum við forræðisdeilu Hugins Þórs við finnska barnsmóður sína sem og baráttu hans fyrir rétti feðra í hópnum #daddytoo. Ummælin voru eftirfarandi:

„Huginn Thor Grétarsson, veistu, ég hef talað við margar konur sem hafa hitt þig og þær segja allar það sama, að þú sért augljóslega ofbeldismaður, því þú getir ekki séð konu án þess að sýna henni ógnandi tilburði.“

„… ég hef mínar upplýsingar frá fólki sem hefur enga ástæðu til að gera út sögur um hann. Það er ekki fólk sem er  í mínum femínistagrúppum, ekki einu sinni dóttir mín sem hefur verið þýðandi og túlkur fyrir finnska fyrrverandi eiginkonu; hún hefur ekki sagt orð um hann, nema að það kemur á hana viðbjóðsgretta þegar hún heyrir nafn hans nefnt. Ég hef mínar upplýsingar frá fólki sem hitti hann af tilviljun og þótti hann  minnisstæður einmitt fyrir þetta. Kannski myndirðu þekkja hann fyrir allt annan mann værir þú kona.“

„Huginn Thor Grétarsson, það eru engar dylgjur, það er algjörlega klárt mál að þú ert ofbeldismaður.“

Huginn byggði mál sitt meðal annars á því að Elías hefði sakað hann um refsiverða háttsemi án þess að leggja fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. Ummælin hefðu valdið honum skaða sem barnabókahöfundi og útgefanda enda væri gott orðspor afar brýnt í þeirri starfsgrein.

Elías byggði vörn sína meðal annars á því að ofbeldishugtakið hefði verið gjaldfellt og ásökun um ofbeldi táknaði ekki að umrædd háttsemi félli undir hegningarlög. Til dæmis hefðu skattar verið kallaðir ofbeldi í þjóðmálaumræðu á netinu. Elías telur ennfremur ummæli sín eðlileg í samhengi við þá fjölmiðlaumræðu sem þau birtust í, en það voru meðal annars fréttir þar sem ásakanir voru bornar á Hugin.

Landsréttur snýr við dómnum

Dómnum var algjörlega snúið við í Landsrétti sem tók tillit til þess að ummælin hefðu verið látin falla í tengslum við umræðu sem átti erindi við almenning. Tjáningin teljist lögmæt enda verði að skýra allar takmarkanir á tjáningarfrelsi þröngt. Huginn hefði verið mjög virkur í þjóðfélagsumræðu er varðar tálmanir, forræðisdeilur og réttindi feðra, og ummæli Elíasar hefðu fallið í tengslum við þá umræðu. Þá telur Landsréttur að ummæli Elíasar hafi ekki haft mikil skaðleg áhrif á orðspor Hugins sem barnabókahöfundar eins og hann hélt fram. Í dómi Landsréttar segir meðal annars:

„Líkt og lýst er að framan og í hinum áfrýjaða dómi var forsjármál gagnáfrýjanda og barnsmóður hans til umfjöllunar í fjölmiðlum og var sú umræða liður í umfjöllun um rekstur forsjármála, réttindi karla, kvenna og barna í slíkum málum, stöðu erlendra foreldra, tálmanir, kynbundið ofbeldi og fleira. Þá var gagnáfrýjandi meðal forvígismanna svonefndrar #[…]-hreyfingar sem kveðast meðal annars berjast gegn tálmunum mæðra, auk þess sem hann stóð að stofnun Samtaka um karlaathvarf sem ætlað var að veita þjónustu „fyrir hin fjölmörgu karlkyns fórnarlömb ofbeldis og kúgunar“. Enginn vafi er á því að umræða um framangreind atriði á erindi við
almenning og þau ummæli sem deilt er um í málinu féllu í þjóðfélagsumræðu um þau.“

Í héraðsdómi höfðu ummæli Elíasar verið dæmd dauð og ómerkt og honum gert að greiða Hugin 250.000 krónur í miskabætur auk málskostnaðar. Í Landsrétti er þessu snúið við og Elías sýknaður af öllum kröfum Hugins. Huginn þarf auk þess að greiða 1,8 milljónir í málskostnað.

Dóma Landsréttar og héraðdóms má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mennta- og barnamálaráðherra í mál við ríkið og krefst rúmlega tíu milljóna króna

Mennta- og barnamálaráðherra í mál við ríkið og krefst rúmlega tíu milljóna króna
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss