fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

Fjórtán heimilislausir bornir út á mánudaginn – „Ef ég þarf að sofa undir einhverju tré niðri á Klambratúni þá bara dey ég“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. mars 2022 17:00

Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstkomandi mánudag verða 14 af 24 heimilismönnum á áfangaheimilinu Betra líf, að Fannborg 4 í Kópavogi, bornir út. Ástæðan er ónógar eldvarnir og er þetta ákvörðun Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Forstöðumaður heimilisins telur að fólkinu sé miklu meiri hætta búin á götunni en inni í húsinu. „Ég tjáði þeim þessa ákvörðun og fólkið hefur varla sofið síðan það frétti af þessu. Hérna er maður á sjötugsaldri sem sagði við mig um daginn:„Ef ég þarf að sofa undir einhverju tré niðri á Klambratúni þá bara dey ég“,“ segir Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður heimilisins.

Samkvæmt frásögn Arnars hefur hann gert allt sem í hans valdi stendur til að mæta kröfum yfirvalda um öryggismál en allt kemur fyrir ekki. Það sem upp á vantar er hringstigi frá svölum sem eru utan á efri hæð hússins. Marga mánuði og jafnvel misseri tekur að útbúa hringstiga því áður þarf að sækja um leyfi hjá þar til bærum yfirvöldum.

Arnar bendir á að svalirnar eru 250 cm frá jörðu og hangi maður á svalahandriðinu séu aðeins 70 cm niður á gangstéttina.

Íkveikjumál í haust

Arnar rifjar upp að aðdragandi málsins hafi verið sá að heimilismaður í geðrofi olli bruna í húsinu. Hann setti kveikjarabensín yfir fatahrúgu inni í herberginu sínu og kveikti í. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og sem betur fer urðu engin meiðsl á fólki. Hins vegar gerði slökkviliðið úttekt á húsnæðinu skömmu síðar og sagði eldvarnir ónógar og allir þyrftu að flytja út.

Arnar telur að eldvarnaöryggið sé meira að Fannborg 4 en á flestum sambærilegum áfangaheimilum. Hurðar séu eldvarðar og allir veggir séu úr gifsi. Það var hins vegar niðurstaða slökkviliðsins að heimilið þyrfti að uppfylla eldvarnastaðla hótela. Hann hafi síðan ráðist í breytingar til að uppfylla þessar kröfur en út af standi krafan um hringstiga niður frá svölum. Af þeim sökum hefur verið úrskurðað að ekki megi búa á efri hæð hússins og tíu megi vera á neðri hæðinni. Þarf því að fjarlægja 14 manns af heimilinu á mánudaginn og hefur þeim ekki verið fundinn annar samastaður.

„Þeir sögðu að ég þyrfti að bera fólkið út en ég sagði að það kæmi ekki til greina. Samkvæmt lögfræðingi mínum má ég ekki leggja hendur á þetta fólk nema í sjálfsvörn, ef ráðist er á mig,“ segir Arnar.

Veikasta fólkið

„Skjólstæðingar mínir í Fannborg 4 eru veikasta fólk sem þú finnur og þeim er miklu meiri hætta búin á götunni en inni í þessu húsnæði,“ segir Arnar.

Heimilið að Fannborg 4 er eitt af þremur áfangaheimilum sem Betra líf rekur en hin eru í Efstasundi og Ármúla í Reykjavík. Á hinum tveimur heimilunum býr fólk sem hefur lokið áfengismeðferð en að Fannborg 4 er ekki gerð krafa um að fólk sé komið úr neyslu. „Ég læt fólkið sækja um í meðferð og reyni að stýra þeim í þá átt. Höfuðtilgangur Betra lífs er að aðstoða heimilislausa alkóhólista og heimilislaust fólk í neyslu er í enn verri stöðu en óvirkir alkar sem eru heimilisausir,“ segir Arnar.

„Ég hef boðað til blaðamannafundar hér að Fannborg 4 kl. 15:30 á mánudaginn, mér skilst að a.m.k. RÚV ætli að mæta,“ segir Arnar. „Ég býð upp á kaffi, brauð og kökur. Síðan kl. 16 kemur slökkviliðið og ætlar að bera þetta veika fólk út,“ bætir hann við.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna