fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Sósíalistinn Andri fékk yfir 20 milljónir fyrir hönnun vefsíðu og önnur verk hjá Eflingu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. mars 2022 15:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum  fékk rúmar 20 milljónir greiddar til að hanna nýja vefsíðu Eflingar. Þetta kemur fram í nýrri frétt Fréttablaðsins.

Fram kemur að Viðar Þorsteinsson, þáverandi framkvæmdastjóri Eflingar, réð Andra í verktakavinnu fyrri hluta ársins 2019 en Andri á og rekur fyrirtækið Sigur vefstofu ehf. Þá er hann einnig þekktur fyrir aðkomu sína að Jæja-hópnum sem berst gegn spillingu. Á Facebook síðu hópsins birtast reglulega færslur að lýsa yfir stuðningi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur í formannsbaráttunni Eflingar.

Andri starfaði að verkinu í þrjú ár en naut utanaðkomandi fyrirtækisins til að ljúka verkinu en kostnaður var mun meiri en ráðgert var. Þá gekk verkið hægt og   þurftu starfsmenn Eflingar að ganga á eftir Andra til að fá nákvæmar tímaskýrslur. Voru nokkur dæmi um að Andri hafi sent reikninga sem ekki voru sundurliðaðir og þegar beðið var um skýringar voru reikningar leiðréttir.

Mál Andra var til umfjöllunar á trúnaðarráðsfundi Eflingar kvöldið 16. febrúar. DV sendi fyrirspurn vegna málsins til Lindu Drafnar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Eflingar, en svör hafa ekki borist.

Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lenda í vanskilum vegna Þórkötlu – Margir sagðir íhuga stöðu sína

Lenda í vanskilum vegna Þórkötlu – Margir sagðir íhuga stöðu sína
Fréttir
Í gær

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“
Fréttir
Í gær

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“