Á níunda tímanum í gærkvöldi datt ungur maður á skíðum í Bláfjöllum og missti meðvitund í nokkrar mínútur. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku.
Kona var kærð fyrir þjófnað í gærkvöldi í verslunarmiðstöð í Kópavogi. Hún hafði klætt sig í ný föt og sett föt í veski sitt. Þetta greiddi hún ekki fyrir.
Ítrekar var kvartað undan tónlistarhávaða frá íbúð í Grafarvogi í nótt. Húsráðandi var í annarlegu ástandi og var hann ítrekað beðinn um að lækka í tónlistinni. Að lokum var honum kynnt að hann yrði kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt.