fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Rússneskir vísindamenn segja Rússland vera „óþokkaríki“ – Leggja sig í mikla hættu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. mars 2022 06:38

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 7.000 rússneskir vísindamenn og háskólafólk gagnrýna Vladímír Pútín, Rússlandsforseta og ákvörðun hans um að ráðast á Úkraínu, í opnu bréfi. Fólkið setur sig í mikla hættu því eins og kunnugt er er Pútín ekki hrifinn af gagnrýni og tekur þá engum vettlingatökum sem dirfast að gagnrýna hann.

Fólkið á á hættu að verða refsað fyrir yfirlýsingu sína og mun jafnvel missa vinnuna. Rússneska þingið hefur á undanförnum árum samþykkt lög sem heimila yfirvöldum að sækja þá til saka sem gagnrýna ríkisstjórnina og forsetann. Í vikunni samþykkti þingið frumvarp sem heimilar enn þyngri refsingar yfir þeim sem gagnrýna innrásina í Úkraínu.

„Við, rússneskir vísindamenn og rannsóknarblaðamenn, mótmælum kröftulega innrás hersins í Úkraínu. Við erum sannfærð um að engar landfræðilegar eða stjórnmálalegar ástæður geti réttlætt dauða og blóðsúthellingar,“ segir í bréfinu að sögn Jótlandspóstsins.

Bréfritarar segja að mannleg gildi séu grunnur vísindanna og að sá árangur sem hefur náðst á mörgum árum við að byggja upp orðspor Rússlands sem leiðandi miðstöðvar á stærðfræðisviðinu hafi verið gjöreyðilagður. Þessu til stuðnings benda þeir á að stórri alþjóðlegri ráðstefnu fyrir stærðfræðinga, sem átti að fara fram í Rússlandi í júlí, hefur verið aflýst vegna innrásarinnar.

Bréfritarar segja einnig að Rússland sé „árásaraðilinn og því óþokkaríki“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lenda í vanskilum vegna Þórkötlu – Margir sagðir íhuga stöðu sína

Lenda í vanskilum vegna Þórkötlu – Margir sagðir íhuga stöðu sína
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump er svo fljótur að ráðgjafar hans ná ekki að fylgja honum – Misstu andlitið við þessa tilkynningu hans

Trump er svo fljótur að ráðgjafar hans ná ekki að fylgja honum – Misstu andlitið við þessa tilkynningu hans
Fréttir
Í gær

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart
Fréttir
Í gær

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru
Fréttir
Í gær

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
Fréttir
Í gær

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu