Fólkið á á hættu að verða refsað fyrir yfirlýsingu sína og mun jafnvel missa vinnuna. Rússneska þingið hefur á undanförnum árum samþykkt lög sem heimila yfirvöldum að sækja þá til saka sem gagnrýna ríkisstjórnina og forsetann. Í vikunni samþykkti þingið frumvarp sem heimilar enn þyngri refsingar yfir þeim sem gagnrýna innrásina í Úkraínu.
„Við, rússneskir vísindamenn og rannsóknarblaðamenn, mótmælum kröftulega innrás hersins í Úkraínu. Við erum sannfærð um að engar landfræðilegar eða stjórnmálalegar ástæður geti réttlætt dauða og blóðsúthellingar,“ segir í bréfinu að sögn Jótlandspóstsins.
Bréfritarar segja að mannleg gildi séu grunnur vísindanna og að sá árangur sem hefur náðst á mörgum árum við að byggja upp orðspor Rússlands sem leiðandi miðstöðvar á stærðfræðisviðinu hafi verið gjöreyðilagður. Þessu til stuðnings benda þeir á að stórri alþjóðlegri ráðstefnu fyrir stærðfræðinga, sem átti að fara fram í Rússlandi í júlí, hefur verið aflýst vegna innrásarinnar.
Bréfritarar segja einnig að Rússland sé „árásaraðilinn og því óþokkaríki“.