fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
FréttirMatur

Ómótstæðilega girnilegur ketóvænn helgarmatseðill

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 4. mars 2022 19:04

Hanna Þóra á heiðurinn á þessum glæsilega ketó væna helgarmatseðli. MYNDIR HANNA ÞÓRA HELGADÓTTIR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgarmatseðlinn á matarvef DV.is þessa helgina er einstaklega girnilegur og ketóvænn á allan hátt. Heiðurinn matseðlinum á Hanna Þóra Helgadóttir matreiðslubókahöfundur og matarbloggari með meiru. Hún heldur úti uppskrifta- og bloggsíðunni Hanna Þóra.is. Hanna Þóra fann sína hillu þegar hún prófaði ketó mataræði og hefur aldrei liðið betur eins og eftir að hún byrjaði á ketó mataræðinu. Hanna Þóra hefur verið iðin að þróa ketóvænar uppskriftir og nýtur þess að töfra fram girnilega kræsingar fyrir öll tilefni.

Í forrétt mælir Hanna Þóra annars vegar með þessum girnilega nauta carpaccio sem gleður bæði auga og munn og er hennar uppáhalds forréttur. Og hins vegar mælir Hanna Þóra líka með þessum guðdómlegu ketóvænu ostastöngum sem steinliggja.

 Nauta Carpaccio

Þunnt skorið nautakjöt ( kaupi tilbúið frosið í Bónus algjör snilld)

svartur pipar eftir smekk

ólífu olía extra virgin

parmesan ostur

klettasalat

sítrónur

Takið carpaccio nautakjötið úr frystinum og leggið á diska sem þið munið bera forréttinn fram á. Kjötið þiðnar á innan við klukkustund. Kryddið með svörtum pipar úr kvörn, dreifið smá ólífuolíu yfir og rífið niður parmesan osti yfir nautakjötið. Toppið með góðri lúku af klettasalati og leggið sítrónu bát ofan á. Þegar rétturinn er borinn á borð taka gestir sítrónu bátinn og kreista yfir allt nautakjötið.

Einfaldar ketó ostastangir

grillostur

oreganó

parmesan ostur

Skerið grillostinn í sneiðar sem eru um sentímetrar á þykkt. Hitið pönnu og steikið ostinn með upp úr smá olíu. Hann mun bráðna örlítið og verða að einni pönnuköku. Leyfið honum að verða fallega gylltum áður en þið snúið honum og steikið hinum megin. Gott er að nota tvo spaða til að snúa. Takið ostinn af pönnunni og skerið niður í stangir. Kryddið til með oreganó og ferskum parmesan osti. Berið fram með pitsa sósu.

Í aðalrétt mælir Hanna Þóra með sælkera blómkálsvængjum með sterkri sósu sem kemur bragðlaukunum á flug og syndsamlega ljúffengum andalærum sem eru hinn fullkomni sælkeramatur sem enginn stenst. „Andalæri eru hinn fullkomni fljótlegi sælkera matur þar sem það þarf einungis að hita þau í ofni en útkoman er ávallt stórkostleg. Þau geymast vel og því á ég alltaf til dós upp í skáp,“segir Hanna Þóra.

Ketóvænir blómkálsvængir með sterkri vængjasósu

1 haus ferskt blómkál

2 egg hrærð til að velta blómkálinu upp úr og festa hjúpinn

Hjúpur:

1 dl rifinn ferskur parmesan ostur

2 dl möndlumjöl

1 tsk. hvítlauksduft

2 tsk. paprikuduft

½ tsk. cayenne pipar eftir smekk

salt og pipar eftir smekk

Sósa:

2 dl Buffalo hot sause

2-3 msk. smjör eða eftir smekk

Skerið blómkálið niður og veltið upp úr eggi. Veltið upp úr hjúpnum og raðið á bökunarplötu eða setjið í airfryer. Bakið við 180 gráður í 20-30 mínútur.

Hitið buffalo sósu í potti og bætið við smjöri eftir smekk. Því meira smjör, þeim mildari verður sósan. Veltið buffalo vængjunum upp úr heitri sósunni. Berið strax fram til að mynda með gráðostasósu og sellerístilkum.

 

Andalæri – Confit de canard

1 dós andalæri  ( fást  í Bónus og 4-5 læri í hverri dós)

svartur pipar eftir smekk

gróft flögusalt eftir smekk

Takið andalærin upp úr dósinni og leggið í eldfast mót. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Eldið lærin í ofni við 180°C hita í um það bil 25 mínútur. Það er hægt að græja alls konar meðlæti en hvítlauks ristaðir sveppir og ferskt salat er í uppáhaldi hjá mér.

 

Í eftirrétt mælir Hanna Þóra með þessari undursamlegu ístertu með stökku karamellusúkkulaði sem slær ávallt í gegn. Loks er það ljúffeng skyrterta með jarðaberjum, hvítu súkkulaði og maríspani. Skyrtertur er einfalt að gera og svokallaðar no – bake kökuuppskriftir sem gleðja alla sælkera og eru einstaklega fljótlegar og einfaldar í framkvæmd.

Ísterta með stökku karamellu súkkulaði.

3 eggjarauður

1 dl golden ketóvænt síróp

1 tsk. vanilludropar

1 dl sykurlaust súkkulaði brætt

500 ml rjómi þeyttur

2 stk. crunchy caramel stykki frá NICKS

Hrærið saman eggjarauðum, sírópi og vanillu þar til blandan verður létt og ljós. Bræðið 1 dl af sykurlausu súkkulaði og blandið út í eggjablönduna. Þeytið rjómann og blandið mjög varlega saman við ísblönduna. Leggið í mót og dreifið crunchy caramel súkkulaði yfir í smáum bitum. Takið úr frysti um 40 mínútum áður en hann er borinn á borð.

Skyrterta með jarðarberjum, hvítu súkkulaði og marsípani

Botn:

1 stk. sykurlaust marsípan

3 tsk. strásæta

2 dl möndlumjöl

2 tsk. möndludropar

1 eggjahvíta

Skyrtertan:

3 stk. skyr með jarðarberjum og hvítu súkkulaði

250 ml rjómi – þeyttur

Setjið marsípanið í hærirvél og þeytið vel með einni eggjahvítu. Bætið sætunni út í ásamt möndlumjölinu. Þjappið í botn á formi. Þeytið einn pela af rjóma. Bætið 3 dósum að skyrinu út í og blandið varlega saman við með sleikju. Leggið blönduna yfir marsípan botninn og sléttið vel.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum