fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Nýr þjóðarpúls Gallup – Nær allir landsmenn fordæma hernað Rússa í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. mars 2022 08:29

Íslendingar hafa mótmælt innrásinni. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðu þjóðarpúls Gallup þá fordæma 99% landsmanna hernað Rússa í Úkraínu. 69% sögðust algjörlega ósammála þeirri fullyrðingu að aðgerðir Rússa séu að einhverju leyti réttlætanlegar og 17% eru því mjög ósammála.

Aðeins fimmti hver telur líklegt að alþjóðasamfélagið geti stöðvað hernaðaraðgerðir Rússa gegn Úkraínu með efnahagslegum – og öðrum refsiaðgerðum. Þrír af hverjum fimm telja það ólíklegt.

Tæplega 90% styðja harðar refsiaðgerðir alþjóðasamfélagsins gegn Rússum

Þrír af hverjum fimm telja líklegt að hernaðaraðgerðir Rússa muni leiða til átaka í öðrum löndum.

Mikill meirihluti telur að Úkraínumenn eigi að halda mótspyrnu sinni áfram og ekki leggja niður vopn.

Þriðjungur þeirra sem tók afstöðu telur að stríðið muni hafa mikil áhrif á líf þeirra og ríflega helmingur finnur fyrir óöryggi og/eða ótta vegna ástandsins. Tæplega þrír af hverjum tíu segjast ekki gera það.

Um netkönnun var að ræða og fór hún fram dagana 25. febrúar til 3. mars. 1.449 manns voru í úrtakinu og svöruðu 50,1%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lenda í vanskilum vegna Þórkötlu – Margir sagðir íhuga stöðu sína

Lenda í vanskilum vegna Þórkötlu – Margir sagðir íhuga stöðu sína
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump er svo fljótur að ráðgjafar hans ná ekki að fylgja honum – Misstu andlitið við þessa tilkynningu hans

Trump er svo fljótur að ráðgjafar hans ná ekki að fylgja honum – Misstu andlitið við þessa tilkynningu hans
Fréttir
Í gær

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart
Fréttir
Í gær

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru
Fréttir
Í gær

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
Fréttir
Í gær

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu