Aðeins fimmti hver telur líklegt að alþjóðasamfélagið geti stöðvað hernaðaraðgerðir Rússa gegn Úkraínu með efnahagslegum – og öðrum refsiaðgerðum. Þrír af hverjum fimm telja það ólíklegt.
Tæplega 90% styðja harðar refsiaðgerðir alþjóðasamfélagsins gegn Rússum
Þrír af hverjum fimm telja líklegt að hernaðaraðgerðir Rússa muni leiða til átaka í öðrum löndum.
Mikill meirihluti telur að Úkraínumenn eigi að halda mótspyrnu sinni áfram og ekki leggja niður vopn.
Þriðjungur þeirra sem tók afstöðu telur að stríðið muni hafa mikil áhrif á líf þeirra og ríflega helmingur finnur fyrir óöryggi og/eða ótta vegna ástandsins. Tæplega þrír af hverjum tíu segjast ekki gera það.
Um netkönnun var að ræða og fór hún fram dagana 25. febrúar til 3. mars. 1.449 manns voru í úrtakinu og svöruðu 50,1%.