Atlandshafsbandalagið (NATÓ) er tilbúið í átök. Frá því greindi Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í morgun.
„Við erum varnarbandalag. Við leitumst ekki eftir átökum. En ef átökin koma til okkar þá erum við tilbúin og við munum verja hvern sentimetra af yfirráðasvæði NATO,“ sagði hann við fréttamenn og fordæmdi árásir Rússa á óbreytta borgara í Úkraínu.
„Í nótt heyrðum við fréttir um árás á kjarnorkuver. Þetta sýnir bara hversu kærulaust þetta stríð er og hversu mikilvægt það er að enda það og mikilvægi þess að Rússar dragi til baka hermenn sína og taki þátt í diplómatískum viðræðum af góðri trú.“
Vísar Blinken þar til þess að í nótt áttu sér stað átök í nágrenni við eina stærstu kjarnorkuver Evrópu, Zaporizhzhia. Meðal annars kviknaði eldur í verinu, sem vakti miklar áhyggjur.