Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um tilvik þar sem Moét & Chandon Ice Imperia kampavín 3 lítra frá árinu 2017 hafi verið skipt út víninu fyrir alsælu (MDMA). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.
Í Hollandi og Þýskalandi hafa nokkrir einstaklingar veikst og einn hefur dáið eftir að hafa drukkið úr þessum flöskum. Af mistökum lentu flöskur hjá einstaklingum sem keyptu vöruna á netinu í góðri trú um hágæða kampavín.
Matvælastofnun fékk upplýsingar í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið um hættuleg matvæli og fóður. Einnig upplýsingar frá ÁTVR um matvælasvindlið með kampavínið.
Matvælastofnun varar við þessu kampavíni sem er þó ekki til sölu á Íslandi. Einungis eru til 750ml flöskur af umræddri tegund hér á landi.