fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Helstu tíðindi næturinnar frá Úkraínu – Krefst íhlutunar NATO

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. mars 2022 04:36

Úkraínskir hermenn taka hergögn af föllnum rússneskum hermanni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir rúmri viku og harðir bardagar geisa nú víða um landið. Úkraínskar varnarsveitir verjast af hörku en mannfall meðal óbreyttra borgara fer vaxandi eftir því sem Rússar herða árásir sínar.

Í gærkvöldi hófu rússneskar hersveitir skothríð á Zaporizhzhia, sem er stærsta kjarnorkuver Evrópu, og kviknaði eldur í tveimur byggingum við það. Slökkvilið hefur náð tökum á eldinum en slökkvistarfi er ekki lokið.

Hér fyrir neðan kemur yfirlit yfir helstu atburði næturinnar og verður fréttin uppfærð eftir því sem ný tíðindi berast:

Uppfært klukkan 07.31 – Rússneska Dúman hefur samþykkt lög sem kveða á um að fangelsisrefsing liggi við dreifingu rangra upplýsinga um rússneska herinn.

Uppfært klukkan 07.24 – Breska varnarmálaráðuneytið segir í stöðuskýrslu dagsins að úkraínskar hersveitir séu enn með borgina Mariupol á sínu valdi en líklega hafi rússneskar hersveitir umkringt borgina.

Uppfært klukkan 07.12 – Herman Halusjtsjenko, orkumálaráðherra Úkraínu birti færslu á Facebook í morgun þar sem hann bað NATO um að grípa inn í stríðið í Úkraínu í kjölfar þess að Rússar réðust á Zaporizhzhia kjarnorkuverið í gærkvöldi. „Við krefjumst raunverulegrar íhlutunar með hörðustu aðgerðum – einnig frá NATO og ríkjum sem eiga kjarnorkuvopn,“ skrifaði hann að sögn dpa fréttastofunnar. Hann sagði að Rússar hefðu ráðist á kjarnorkuverið úr lofti og á jörðu niðri.

Uppfært klukkan 06.45 – Google hefur ákveðið að hætta að selja auglýsingar í Rússlandi.

Uppfært klukkan 06.22 – Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að svo virðist sem ekkert tjón hafi orðið á þeim hlutum kjarnorkuversins þar sem kjarnakljúfarnir eru.

Uppfært klukkan 06.07 – Bandaríkin hafa virkjað kjarnorkuviðbragsteymi sitt vegna stöðunnar við Zaporizhzhia-kjarnorkuverið.

Uppfært klukkan 06.05 – Úkraínsk yfirvöld segja að rússneskar hersveitir hafi náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald.

Uppfært klukkan 05.32 – Rússnesk yfirvöld hafa takmarkað aðgang Rússa að rússneskum útsendingum breska ríkisútvarpsins BBC sem og Radio Liberty og Meduza. Rússneska ríkisfréttastofan RIA skýrði frá þessu í morgun og segir að ástæðan sé að útvarpsstöðvarnar grafi undan rússneskum stjórnmálum og öryggi.

Uppfært klukkan 05.31 – AirBnB tilkynnti í nótt að fyrirtækið hætti starfsemi í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi.

Uppfært klukkan 05.21 – Kínverski fjárfestingabankinn AIIB hættir nú lánveitingum til Rússlands og Hvíta-Rússlands. Bæði lönd sæta nú refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum Vesturlanda. Í tilkynningu frá bankanum segir að þetta sé gert til að verja hagsmuni hans.

Uppfært klukkan 04.49 – Úkraínsk yfirvöld segja að tekist hafi að slökkva eldinn við kjarnorkuverið.

Uppfært klukkan 04.40 – Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sakar Rússa um „kjarnorkuhryðjuverk“. Hann sagði fyrir stundu að svo virðist sem Rússar vilji endurtaka Tjernobyl-hörmungarnar. „Ekkert annað ríki en Rússland hefur nokkru sinni skotið á kjarnakljúfa. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni, í sögu mannskyns,“ sagði hann á myndbandsupptöku sem var birt fyrir stundu.

Uppfært klukkan 04:36 – Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að geislavirkni við verið sé eðlileg.

Uppfært klukkan 04.35 – Slökkvilið í Úkraínu segir að rússneskir hermenn hafi í fyrstu meinað þeim að slökkva eldinn í byggingunum við kjarnorkuverið. Þeir fengu síðan heimild til þess og hafa náð tökum á eldinum.

Uppfært klukkan 04:35 – Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sakar Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, um að stefna allri Evrópu í hættu með því að láta hersveitir ráðast á kjarnorkuverið. Johnson ætlar að biðja um neyðarfund í öryggisráði SÞ.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna