Þar sem ekki er vitað hvar hún er núna liggur ekki fyrir hvaða ógn stafar af henni. Ýmsar vangaveltur hafa verið uppi um lestina. Sumir telja að hún sé stopp á sama stað og áður en aðrir telja að þeir 15.000 hermenn sem eru í henni hafi snúið aftur til búða sinna til að sækja vistir en fréttir hafa borist af því í vikunni að birgðaflutningar til lestarinnar væru ótraustir og skortur væri á eldsneyti og mat.
The Guardian segir að það vanti upplýsingar um staðsetningu lestarinnar núna og það sé vegna þess að ský liggi yfir Úkraínu og komi þar með í veg fyrir að hægt sé að taka gervihnattarmyndir. Af þeim sökum hefur Maxar Technologies, sem hefur tekið myndir af lestinni, ekki getað tekið myndir síðustu klukkustundirnar.
Síðast er vitað að lestin var um 30 km norðvestan við Kyiv. Í henni eru meðal annars skriðdrekar, flutningabílar og mikið af vopnum.