fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Gunnhildur fékk slæmar móttökur hjá lækni á Læknavaktinni – „Ég fór bara að gráta og fór út“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 4. mars 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Gunnhildur Berndsen fór á Læknavaktina fyrir rúmu ári síðan fékk hún alls ekki góðar móttökur. Hún hafði verið búin að æla í marga daga og alla nóttina áður en hún fór á Læknavaktina á sunnudegi. Eftir að hafa beðið í tvo tíma eftir því að fá að tala við lækni var hún loksins kölluð inn en þá fékk hún ekki góðar móttökur hjá lækninum.

„Ég kom til hans og var voðalega þreytt, ég var búin að vera gubbandi alla nóttina og búið að líða ógeðslega illa í marga daga,“ segir hún í samtali við DV um málið. „Ég fór bara af því að ég var bara að bíða eftir öðrum tíma hjá meltingarlækni þannig ég vildi bara fá einhver ráð um hvað ég gæti gert.“

Gunnhildur sagði lækninum að henni var búið að líða illa í marga daga og að hún hefði verið gubbandi alla nóttina. Hún segir að læknirinn hafi brugðist mjög illa við. „Hvað ertu eiginlega að gera hérna að mæta hingað á sunnudegi? Það er ekkert hægt að laga þetta núna,“ segir hún að læknirinn hafi sagt. „Ég var mjög stutt inni, ég fór bara að gráta og fór út,“ segir Gunnhildur.

„Svo hringdi ég aftur á Læknavaktina og sagði að mér þætti þetta ömurlegt og að ég vildi fá endurgreitt og þau endurgreiddu þetta. Ég náttúrulega sagði þeim alveg hvaða læknir þetta væri og svona þannig vonandi hefur hann fengið eitthvað tiltal.“

Fleiri bera Læknavaktinni ekki góða söguna

Gunnhildur vakti athygli á þessu atviki í færslu sem hún birti í Facebook-hópnum Sögur af dónalegu afgreiðslufólki. Færslan hefur vakið töluverða athygli og ljóst er að fleiri hafa slæma sögu að segja af Læknavaktinni.

Kona nokkur segir til að mynda í athugasemdum við færsluna að því miður sé þetta venjulegt. „Hef mætt 3 sinnum með mánaðar millibili og í fyrri 2 skiptin sögðu læknarnir að þetta væri bara kvef og að ég ætti bara að fara heim og taka íbúfen og fara að sofa,“ segir konan. Hún segir að þegar hún kom í þriðja skiptið hafi hún loksins fengið sýklalyf en þá fékk hún hjálp frá lækni sem var nokkuð yngri en hinir tveir læknarnir.

„Hef ekki farið á Læknavaktina í mörg ár eftir hafa fengið 3 sinnum slæmar viðtökur lækna þar í húsi. Ég bara voga mér ekki þangað inn,“ segir svo maður nokkur í athugasemdunum en hann bætir svo við að hann myndi frekar fara á bráðamóttökuna.  „Viðmót læknavaktinar hefur alltaf verið slæmt. Færibandavinna,“ segir svo í enn annarri athugasemd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óhugnanlegt myndband: Ungmenni á reiðhjólum börðu ökumann til óbóta

Óhugnanlegt myndband: Ungmenni á reiðhjólum börðu ökumann til óbóta
Fréttir
Í gær

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Í gær

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara
Fréttir
Í gær

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu
Fréttir
Í gær

„Ef ég væri kosinn þá myndi ég ekki semja svona“

„Ef ég væri kosinn þá myndi ég ekki semja svona“
Fréttir
Í gær

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því
Fréttir
Í gær

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“