Glæfralegur akstur sendibíls sem að merktur er flutningafyrirtækinu Eimskip hefur vakið mika athygli undanfarinn sólarhring. Myndbandið er tekið úr mælaborðið bifreiðar sem ekur í norðvesturátt eftir Sæbrautinni. Skyndilega svínar sendibíll frá Eimskip fyrir bifreiðina og keyrir yfir á aðrein uppá Miklubraut þar sem litlu má muna að sendibíllinn lendi í alvarlegum árekstri við lítinn fólksbíl. Greinilegt er að sá sem tekur myndbandið upp er verulega brugðið því hann nær aðeins að stynja upp „what the fuck.“
Tiktok-notandinn Róbert Orri Friðriksson (@rbertorrifririkss) birti myndbandið á vefsvæði sínu í gærkvöldi og hefur myndbandið fengið um 13 þúsund spilanir á stuttum tíma. Ljóst er að netverjum er verulega misboðið og er bílstjóranum ekki vandaðar kveðjurnar. Útlenskur notandi segir það til marks um að Íslendingar kunni ekki að keyra.
Í skriflegu svari við fyrirspurn DV segir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Eimskip að fyrirtækinu hafi borist ábendingar um myndbandið. „Það er okkur mikilvægt að bílstjórar okkar séu til fyrirmyndar í umferðinni og fylgi öryggisreglum. Okkur var því brugðið að sjá það og lítum þetta mjög alvarlegum augum enda er svona akstur ekki í samræmi við öryggisreglur félagsins. Við hörmum atvikið og þegar hefur verið rætt við bílstjórann,“ segir Edda.