fbpx
Þriðjudagur 27.ágúst 2024
Fréttir

„Evrópubúar, vaknið!“ – „Ef það verður sprenging þá er það endirinn fyrir okkur öll, endalok Evrópu“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. mars 2022 05:04

Volodymyr Zelenskyy. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, birti myndband á samfélagsmiðlum í nótt í kjölfar árásar rússneskra hersveita á Zaporizhzhia kjarnorkuverið, sem er stærsta kjarnorkuver Evrópu, og óskaði eftir tafarlausri hjálp.

Eldur kom upp við kjarnorkuverið í nótt eftir skothríð rússneskra hersveita. Þær meinuðu síðan slökkviliði í fyrstu að slökkva eldinn en heimiluðu það síðan og hefur hann nú verið slökktur. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að geislun sé eðlileg við kjarnorkuverið.

„Evrópubúar, vaknið! Segið stjórnmálamönnunum ykkar að rússneskar hersveitir skjóti á kjarnorkuverið Zaporizhzhia,“ segir forsetinn í myndbandinu.

Hann segir einnig að skotið hafi verið á það úr skriðdrekum sem eru búnir hitaleitandi myndavélum. „Þeir vita því hvað þeir eru að skjóta á. Þeir höfðu skipulagt þetta,“ segir hann.

„Ef það verður sprenging þá er það endirinn fyrir okkur öll, endalok Evrópu. Aðeins skjót viðbrögð Evrópu geta stöðvað rússneskar hersveitir og komið í veg fyrir dauða Evrópu vegna hörmunga í kjarnorkuveri,“ segir hann einnig í myndbandinu að sögn erlendra fjölmiðla.

Bardagar liggja nú niðri við kjarnorkuverið og úkraínsk yfirvöld segja að ástandið við verið sé öruggt eins og er.

Bandarísk yfirvöld hafa virkjað kjarnorkuviðbragðsteymi sín og fylgjast náið með framvindu mála við kjarnorkuverið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Inga kærir sig ekki um að setjast á útmigið klósett – Man enn eftir stybbunni

Inga kærir sig ekki um að setjast á útmigið klósett – Man enn eftir stybbunni
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Reykjavik Bear 2024: Bangsar og bangsavinir halda uppi stuðinu í Reykjavík

Reykjavik Bear 2024: Bangsar og bangsavinir halda uppi stuðinu í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur Þór geðlæknir um hnífaárásir: Þetta eru helstu áhættuþættirnir 

Ólafur Þór geðlæknir um hnífaárásir: Þetta eru helstu áhættuþættirnir 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Minningarstund í Norðfjarðarkirkju

Minningarstund í Norðfjarðarkirkju
Fréttir
Í gær

Fyrirtækið sem sá um jöklaferðina í eigu bandarískra frumkvöðla – Talið hafa sýnt vítavert kæruleysi – „Þjóðin milli vonar og ótta vegna þessa atburðar“

Fyrirtækið sem sá um jöklaferðina í eigu bandarískra frumkvöðla – Talið hafa sýnt vítavert kæruleysi – „Þjóðin milli vonar og ótta vegna þessa atburðar“
Fréttir
Í gær

Íshellaferðum á Breiðamerkurjökli hætt að svo stöddu

Íshellaferðum á Breiðamerkurjökli hætt að svo stöddu
Fréttir
Í gær

Hrædd við að fara í íshellaferð eftir slysið á Breiðamerkurjökli

Hrædd við að fara í íshellaferð eftir slysið á Breiðamerkurjökli
Fréttir
Í gær

Árni vildi ekki vera leiðsögumaðurinn sem missti hóp í íshruni – „Ég tjáði mig um þessi öryggismál og var hótað“

Árni vildi ekki vera leiðsögumaðurinn sem missti hóp í íshruni – „Ég tjáði mig um þessi öryggismál og var hótað“