fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Ester Ýr flúði frá Texas með unga dóttur undan ofbeldisfullum eiginmanni: ,,Komst þetta á adrenalíninu einu“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 4. mars 2022 20:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég veit varla hvar ég á að byrja,” skrifar Ester Ýr Birgisdóttir á Facebook síðuna Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. DV hafði samband við Ester Ýr sem var tilbúin að deila sögu sinni með lesendum.

,,Ég er gift manni frá Texas og er að reyna að skilja við hann. Ég náði þó allavega að flýja af heimilinu með dóttur okkar. Þetta byrjaði mjög lúmskt. Við kynntumst á Facebook og hann flutti svo til Íslands til mín eftir að hafa komið hingað í mánuð og við urðum því miður ástfangin.”

Var alltaf í afneitun

,,Ofbeldið byrjaði þannig séð ekki fyrr en ég varð ólétt fljótlega eftir að hann flutti hingað, það var nógu lúmskt fyrst til þess að ég áttaði mig ekki á að það væri andlegt ofbeldi í gangi. En svo með tímanum varð þetta verra en fólkið í kringum mig fattaði þetta mjög fljótt. En ég var alltaf í afneitun.

Hann einangraði mig frá vinum og fjölskyldu, hann snappaði á mig við minnsta tilefni, hann fór alltaf í fýlu ef ég neitaði honum um kynlíf. Hann gerði sitt besta til þess að brjóta mig niður.

Hann algjörlega tæmdi mig fjárhagslega og kom mér í miklar skuldir.”

Vissi að við þurftum burt

Ég flutti svo til Texas með honum árið 2020 og þar náði hann að einangra mig ennþá meira. Ofbeldið varð verra og oftar. Hann reifst endalaust við mig og kenndi mér alltaf um ,,rifrildin“ þó það hafi verið hann sem byrjaði þau og það var hann sem var aðallega að rífast í mér. Hann sagði oft ógeðslega hluti við mig og þegar ég fór að gráta þá sakaði hann mig um að vera að gráta viljandi til þess að ,,manipulatera sig eða ,,vinna“ rifrildið.

Það sem var ,,wake up” call hjá mér var þegar dóttir okkar skemmdi óvart viftuna hans og hann algjörlega missti sig. Ég fór með stelpunni inn í herbergið hennar og sat með henni að leika og hlífa henni fyrir látunum í honum frammi. Svo kom hann inn með viftuna í hendinni og kastaði henni með öllum kröftum í vegginn í herberginu hennar, nógu fast til þess að það kom gat í vegginn. Þetta gerðist á meðan við vorum báðar inn í herberginu, viftan hefði getað skoppað af veggnum og í stelpuna, sem var ekki einu sinni 4 ára á þessum tíma.

Þarna vissi ég að við þyrftum að koma okkur í burtu en ég vissi ekki hvernig.

Það liðu þarna örfáir mánuðir og á þeim tíma kýldi hann nokkrar holur í herbergishurðina hjá dóttur okkar í einhverjum skapofsaköstum.

Hélt vegabréfunum

Hann var líka farinn að sýna mjög ógnandi hegðun og hóta líkamlegu ofbeldi (tók upp þunga hluti og lét eins og hann ætlaði að kasta þeim í mig og taka upp beltið sitt og lét eins og hann ætlaði að lemja mig með því) og svo varð það smá líkamlegt þarna seinustu vikurnar sem við vorum þarna, hann hrinti mér eitt skipti og í annað skipti þegar hann tók vegabréfin okkar (ekki í fyrsta skiptið) þá reyndi ég að ná þeim af honum en hann hélt svo fast í handleggina á mér að ég varð marin. Ég endaði á að bíta hann og náði vegabréfunum, ég veit það var kannski ekki besta ákvörðunin en ég sá enga aðra leið, ég veit ekki hvað hann ætlaði að gera við vegabréfin.”

Kreisti andlitið á telpunni

,,Já! Ég gleymdi að nefna að stelpan slapp ekki undan ofbeldi heldur, hann öskraði mikið á hana og vildi hafa hana inni í herbergi helst allan daginn og varð mjög pirraður þegar hún kom út þegar það hentaði honum ekki. Svo fór það að vera líkamlegt hjá henni líka þarna í lokin, stundum þegar hún var erfið þá tók hann hana upp og hélt henni upp við vegg og kreisti andlitið á henni, einu sinni var það nógu fast til þess að það kom marblettur á kinnina. Það tók mikið á fyrir mig að horfa upp á það og ég var mjög nálægt því að ráðast á hann í hvert skipti sem hann gerði þetta. En ég vissi að það myndi bara gera illt verra, svo ég planaði bara útgönguleið fyrir okkur í staðinn.”

„We’re gone and we’re not coming back“

,,Svo loksins einn daginn þegar hann fór í vinnuna, ákvað ég að hringja í nokkur kvennaathvörf það var allt fullt á mörgum þeirra en rétt áður en ég gafst upp þá fann ég eitt sem var með laust pláss fyrir mig og stelpuna mína. Ég hafði pakkað nokkrum hlutum daginn áður en kláraði svo að pakka með tárin í augunum þegar það fannst loksins pláss. Ég skrifaði miða til hans sem stóð „we’re gone and we’re not coming back“ og fór.

Ester Ýr Mynd/Úr einkasafni

Það var fengin sjálfboðaliði til þess að sækja okkur en samkvæmt reglum mátti ekki sækja okkur alveg upp að dyrum þannig að við þurftum að koma okkur á bókasafn hinu megin við götuna, það var þvílíkt erfitt að komast þangað með þunga ferðatösku í annari og 4 ára barn í hinni, en ég komst þangað á adrenalíninu einu.

Þvílíkur léttir sem það var að sitja í þessum bíl á leiðinni í næsta bæ.”

Kvíðinn rann í burtu

Við vorum í kvennaathvarfinu í tæpar 3 vikur og það var alveg yndislegt, ég sá kvíðann renna af barninu, hún borðaði betur, svaf betur og kúrði meira, barnið algjörlega blómstraði!

Ég kynntist allskonar æðislegum konum þarna, eignaðist meira að segja vinkonur sem voru herbergisfélagarnir mínir og ég er ennþá í sambandi við þær. 

Mamma mín kom til Texas og við keyrðum frá miðju Texas alla leið til Denver í Colorado á tveimur dögum, tókum svo flug þaðan til Íslands. Þvílíkur léttir að vera á leiðinni heim! Og þvílíkur nagli sem mamma mín er, hún hafði aldrei keyrt annarstaðar en á Íslandi og hún stóð sig eins og hetja.

Flugið á leiðinni heim var langt og erfitt en vá hvað það var góð tilfinning að lenda.”

Neitar að samþykkja skilnaðinn

,,Núna er ég á fullu að vinna í sjálfri mér og styrkja sambönd við fjölskyldu og vini. En því miður heldur ofbeldið áfram. Hann neitar að mæta á fjarfundi hjá sýslumanni til þess að samþykkja skilnaðinn, þetta er seinasta ,,feel of power“ sem hann hefur og hann rígheldur í það. Egóið hans leyfir honum ekki að viðurkenna ofbeldið og þar af leiðandi þarf ég að fara með skilnaðinn í dómstóla. Ojæja það verður bara að vera þannig.

Ég er ekki að leita að neinum ráðum með þessu, ég er bara að segja mína sögu og láta aðrar konur vita sem eru í þessari stöðu að þið eruð ekki einar, það er leið út og því fyrr því betra.  Það var ótrúlega erfitt að safna kjarki til þess koma sér úr þessum aðstæðum en ég er rosalega þakklát fyrir að hafa styrkinn til þess að hafa farið og ég hvet allar konur og karla sem eru í ofbeldissambandi að koma sér burt sem allra fyrst,,” segir Ester Ýr Birgisdóttir. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lenda í vanskilum vegna Þórkötlu – Margir sagðir íhuga stöðu sína

Lenda í vanskilum vegna Þórkötlu – Margir sagðir íhuga stöðu sína
Fréttir
Í gær

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“
Fréttir
Í gær

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“