fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Dómur fallinn yfir banamanni Daníels – Dumitru Calin fær 42 mánaða fangelsi og þarf að greiða 3 milljónir í miskabætur

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 4. mars 2022 18:04

Dumitru Callin í Héraðsdómi Reykjaness. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dumitru Calin hefur verið dæmdur í 42 mánaða fangelsi en hann var ákærður fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar er Daníel Eiríksson lét lífið á föstudaginn langa árið 2021.

Þetta kemur fram í dómi sem féll þann 25. febrúar síðastliðinn í Héraðsdómi Reykjaness. Í dómnum kemur fram að Dumitru hafi ekið bifreið á 15-20 kílómetra hraða á klukkustund út af bílaplani þrátt fyrir að Daníel hafi haldið báðum höndum um hliðarrúðu hans sem dregin var niður að hluta. Daníel dróst þannig eða hljóp með bifreiðinni að minnsta kosti 13,9 metra en þá féll hann í jörðina. Í kjölfarið ók Dumitru af vettvangi án þess að huga að Daníeli.

„Með háttsemi sinni stofnaði ákærði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu A [Daníels] í augljósan háska. Afleiðingar alls þessa eru þær að A [Daníel] lést á sjúkrahúsi þann 3. apríl 2021 vegna höfuðáverka sem hann hlaut við fallið daginn áður,“ segir í dómnum.

Sjá einnig: Banamaður Daníels ber vitni í Héraðsdómi Reykjaness – „Hann hélt í rúðuna og öskraði Stop the Car!“

Þess var krafist að Dumitru yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá var einnig höfðuð einkaréttarkrafa gegn Dumitru en í henni var þess krafist 15 milljóna auk vaxta í miskabætur. Einnig var krafist að Dumitru yrði dæmdur til að greiða samtals 1.109.756 krónur auk vaxta vegna útfararkostnaðar og lögmannskostnað.

Sjá einnig: Harmleikurinn í Vindakór:Dumitru ræddi við DV – „Ég er mjög sorgmæddur yfir þessu“

Dumitru var einnig ákærður fyrir sjö umferðarlagabrot. Fyrsta umferðarlagabrotið varðar akstur undir áhrifum fíkniefna en 48 ng/ml af kókaíni mældust í blóðsýni. Í hinum sex brotunum var hann tekinn fyrir að aka án gildra ökuréttinda. Þá var hann auk þess ákærður fyrir að brjótast inn í Símann í Ármúla og stolið þaðan 15 iPhone símum.

Eins og fyrr segir var Dumitru dæmdur í 42 mánaða fangelsi en dregnir verða af þeir dagar sem hann sat í gæsluvarðhaldi. Þá var hann sviptur ökuréttindum í 18 mánuði og dæmdur til að greiða samtals 3 milljónir auk vaxta í miskabætur. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða útfararkostnaðinn auk vaxta og allan málskostnað þeirra sem sóttu einkaréttarkröfuna, alls 700 þúsund krónur. Dumitru þarf einnig að greiða 5.100.000 fyrir málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og 2.610.235 í annan sakarkostnað. Hann var því dæmdur til að greiða alls 12.110.235 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lenda í vanskilum vegna Þórkötlu – Margir sagðir íhuga stöðu sína

Lenda í vanskilum vegna Þórkötlu – Margir sagðir íhuga stöðu sína
Fréttir
Í gær

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“
Fréttir
Í gær

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“