Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður bandaríska Repúblikanaflokksins, segir að eina leiðin til að stöðva innrás Rússlands í Úkraínu sé að Pútín verði myrtur.
„Er einhver Brútus í Rússlandi?,“ spyr Lindsey á Twitter og vísar þar til Brútusar sem stakk keisarann Sesar í bakið á tímum Rómaveldis.
„Eina leiðin til að stöðva þetta er ef einhver í Rússlandi tekur þennan mann af lífi.
Þið væruð að gera landi ykkar – og heiminum – mikinn greiða.“
Lindsey segir að Rússar verði að bregðast við og gera það sem þarf.
„Eina fólkið sem getur lagað þetta eru Rússar. Auðvelt að segja, en erfitt að framkvæma. Ekki nema þið viljið búa við myrkur allt ykkar líf, vera einangruð frá heiminum í fátækt og í myrkri þá verðið þið að svara kallinu.“
The only people who can fix this are the Russian people.
Easy to say, hard to do.
Unless you want to live in darkness for the rest of your life, be isolated from the rest of the world in abject poverty, and live in darkness you need to step up to the plate.
— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) March 4, 2022
Þessi ummæli Lindsey hafa vakið mikla athygli. Fólk í athugasemdum kallar eftir afsögn hans eða veltir því fyrir sér hvort tístið hafi verið skrifað af einhverjum vanhæfum aðstoðarmanni. Þá var bent á að Lindsey lét sömu ummæli falla í sjónvarpsviðtali í gær.
„Þú varst að lofa Trump á Fox sjónvarpsstöðinni og nú ertu að kalla eftir því að Pútín verði ráðinn af dögum? Kannski ættir þú að slökkva á símanum í nótt þingmaður. Þú ert stjórnlaus,“ skrifar einn.
„Það er í lagi að hugsa þetta, en ekki að tísta því, svona í ljósi þess að þú ert þingmaður og allt,“ skrifar annar.
„Þú mátt ekki kalla eftir launmorði á Twitter, það fer gegn reglum þeirra“
„Er í alvörunni öldungadeildarþingmaður að kalla eftir því að leiðtogi annars lands verði tekinn af lífi?“