fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Bandarískur öldungardeildarþingmaður kallar eftir því að Rússar ráði Pútín af dögum – „Eina leiðin til að stöðva þetta“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. mars 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður bandaríska Repúblikanaflokksins, segir að eina leiðin til að stöðva innrás Rússlands í Úkraínu sé að Pútín verði myrtur.

„Er einhver Brútus í Rússlandi?,“ spyr Lindsey á Twitter og vísar þar til Brútusar sem stakk keisarann Sesar í bakið á tímum Rómaveldis.

„Eina leiðin til að stöðva þetta er ef einhver í Rússlandi tekur þennan mann af lífi. 

Þið væruð að gera landi ykkar – og heiminum – mikinn greiða.“

Lindsey segir að Rússar verði að bregðast við og gera það sem þarf.

„Eina fólkið sem getur lagað þetta eru Rússar. Auðvelt að segja, en erfitt að framkvæma. Ekki nema þið viljið búa við myrkur allt ykkar líf, vera einangruð frá heiminum í fátækt og í myrkri þá verðið þið að svara kallinu.“ 

Þessi ummæli Lindsey hafa vakið mikla athygli. Fólk í athugasemdum kallar eftir afsögn hans eða veltir því fyrir sér hvort tístið hafi verið skrifað af einhverjum vanhæfum aðstoðarmanni. Þá var bent á að Lindsey lét sömu ummæli falla í sjónvarpsviðtali í gær.

„Þú varst að lofa Trump á Fox sjónvarpsstöðinni og nú ertu að kalla eftir því að Pútín verði ráðinn af dögum? Kannski ættir þú að slökkva á símanum í nótt þingmaður. Þú ert stjórnlaus,“ skrifar einn.

„Það er í lagi að hugsa þetta, en ekki að tísta því, svona í ljósi þess að þú ert þingmaður og allt,“ skrifar annar.

„Þú mátt ekki kalla eftir launmorði á Twitter, það fer gegn reglum þeirra“

„Er í alvörunni öldungadeildarþingmaður að kalla eftir því að leiðtogi annars lands verði tekinn af lífi?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lenda í vanskilum vegna Þórkötlu – Margir sagðir íhuga stöðu sína

Lenda í vanskilum vegna Þórkötlu – Margir sagðir íhuga stöðu sína
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump er svo fljótur að ráðgjafar hans ná ekki að fylgja honum – Misstu andlitið við þessa tilkynningu hans

Trump er svo fljótur að ráðgjafar hans ná ekki að fylgja honum – Misstu andlitið við þessa tilkynningu hans
Fréttir
Í gær

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart
Fréttir
Í gær

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru
Fréttir
Í gær

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
Fréttir
Í gær

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu