Um 150 evrópskar útvarpsstöðvar hafa tekið saman höndum, þeirra á meðal er Ukrainian Radio, um að spila hið fræga lag John Lennon „Give Peace a Chance“. Lagið verður leikið á útvarpsstöðvunum klukkan 07.45 að íslenskum tíma.
Lagið er óður til friðar og mun óma á útvarpsstöðvunum til að sýna samstöðu með Úkraínu en landsmenn berjast nú gegn öflugu innrásarliði Rússa.