fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Þetta eru öruggustu staðirnir til að lifa kjarnorkustríð af

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. mars 2022 07:17

Við skulum vona að ekki komi til þess að kjarnorkuvopnum verði beitt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum brá illa í brún þegar Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, fór að nefna kjarnorkuvopn til sögunnar í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu. Í gær fjallaði DV um mikla sölu á joðtöflum hér á landi og það sama hefur gerst víða annars staðar, joðtöflur hafa selst sem aldrei fyrr.  En hvar er öruggast að vera ef til kjarnorkustríðs kemur? Hvar eru mestu líkurnar á að lifa af?

Íslendingar undirbúa sig undir mögulega kjarnorkustyrjöld

Reynt var að svara þessu í umfjöllun Daily Star. Þar kemur fram að áhrifasvæði kjarnorkusprengja sé stórt og má til dæmis nefna að ef kjarnorkusprengja yrði sprengd í Lundúnum yrði fólk að fara alla leið til Skotlands til að eigja von um að lifa af og um leið yrði það að vona að vindáttir væru hagstæðar svo geislavirkni myndi ekki berast þangað.

Síðan eru taldir upp þeir staðir sem eru sagðir öruggastir að vera á ef til kjarnorkustríðs kemur. Þetta eru:

Suðurskautið væri líklega einn öruggasti ef ekki öruggasti staðurinn. Það má þakka Suðurskautssáttmálanum frá 1961 en þá skrifuðu 12 ríki undir samning um að heimsálfan væri „vísindasvæði“ en það hafði í för með sér að öll hernaðarumsvif voru bönnuð þar. Síðan hafa fleiri ríki bæst í hóp þeirra ríkja sem skrifuðu upprunalega undir sáttmálann. Þetta þýðir væntanlega að ef til kjarnorkustríðs kemur muni engin þjóð dirfast að ráðast á Suðurskautið enda vandséð hvaða ávinningi það ætti að skila, þar eru bara örfáir vísindamenn og mörgæsir.

Frá Suðurskautslandinu. Mynd:Wikimedia Commons

 

 

 

 

 

Colorado í Bandaríkjunum er að sögn öruggur staður. Nánar tiltekið Cheyenne Mountain í El Paso County. Þar er risastórt byrgi með 25 tonna sprengjuheldum dyrum. Þar á bak við er North American Aerospace Defence Command (NORAD) og höfuðstöðvar bandarísku herstjórnarinnar á norðurhvelinu. Þetta er því mjög öruggur staður til að vera á ef einhverjum vitleysingi dettur í hug að hefja kjarnorkustríð. Byrgið var gert 1966 og á að geta staðið af sér margvíslegar árásir, þar með talið árásir með kjarnorkuvopnum.

Cheyenne Mountain. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

Ísland þykir einnig öruggur staður og hlýtur það að gleðja marga landsmenn. Í umfjöllun Daily Star er bent á að landið sé fámennt og haldi sig að mestu frá því að skipta sér af alþjóðamálum. Það séu því litlar líkur á að Ísland sé á lista einhvers ríkis yfir vænleg skotmörk. Þá kemur fram að sá kostur fylgi því einnig að flýja til Íslands að þar sé nær ótakmarkaður aðgangur að fiski!

 

Gvam í Kyrrahafi er bandarískt yfirráðasvæði. Þar búa um 168.000 manns. Þar er mikið pláss og fáir óvinir nærri. Þar er þó herstöð og hermenn. Það er því ekki útilokað að einhverjum detti í hug að sprengja hana í loft upp með kjarnorkusprengju og þá er Gvam nú ekki svo öruggur staður.

Það er langt til Gvam frá næsta byggða bóli. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

 

Ísrael er sagt vera nokkuð öruggt því landið sé heilagt í svo mörgum trúarbrögðum að vandséð sé að einhver vilji ráðast á það og eiga á hættu að eyðileggja sögulega staði. Einnig er mikið af neðanjarðarbyrgjum og göngum þar sem geta veitt vernd gegn kjarnorkusprengingu og öðrum vopnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé