Hann var nærstaddur þar sem Rússar gerðu sprengjuárás í úkraínsku hafnarborginni Mariupol og fékk sprengjubrot í sig. En það vildi honum til happs að hann var með vegabréfið sitt í vasanum og lenti sprengjubrot í því og sat fast. Annars hefði það líklega farið inn í líkama hans með ófyrirséðum afleiðingum.
Fram kemur að pilturinn hafi þurft að gangast undir aðgerð vegna áverka sinna.