fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Telur að Rússar muni sigra í Úkraínu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. mars 2022 21:40

Albert Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, telur að Rússar muni ná hernaðarlegum takmörkum sínum í Úkraínu þrátt fyrir umræðu undanfarið um að hernaðurinn gangi illa og Úkraínumenn veiti meiri mótspyrnu en búist var við.

Rætt var við Albert í Kastljósi í kvöld.

Albert segir að löng liðsflutningalest sé á leið til Kænurgarðs úr norðri og yfir henni vaki rússneski flugherinn en það sé lykilatriði að Rússar hafi yfirráð í lofti.

Ennfremur séu Rússar að króa af þann hluta úkraínska hersins sem er í austurhluta landsins og girða fyrir að hann geti ráðist á rússneska herinn sem er byrjaður að umkringja Kænugarð.

Albert telur nær öruggt að Rússa muni vinna hernaðarlegan sigur. Efnhagslegar þvinganir Vesturveldanna gegn Rússum séu farnar að bíta mjög en ekki sé hægt að einangra Rússa að fullu viðskiptalega enda geti þeir alltaf snúið viðskiptum sínum til Kína og Indlands.

Albert segir að markmið Rússa sé ekki að hernema Úkraínu en markmiðið sé að ná yfirráðum í Kænugarði og víðar sem muni takast. Albert segir að Vesturveldin muni ekki flytja vopn til Úkraínumanna því það feli í sér beina þátttöku í stríðinu. Vopn verði líklega flutt til Póllands þaðan sem Úkraínumenn reyni að koma þeim inn í landið en erfitt sé að koma vopnum í réttar hendur á réttum stað og réttum tíma.

Albert segir að Úkraína tengist ekki grundvallaþjóðaröryggishagsmunum Bandaríkjanna og landið sé á áhrifasvæði Rússlands, sem er kjarnorkuvopnaveldi. Þess vegna standi Úkraínumenn hernaðarlega einir.

Albert telur ólíklegt að Rússar muni reyna að hernema Eystrasaltsríkin í kjölfarið. Þeir eigi fullt í fangi með Úkraínu og stefni ekki á frekari landvinninga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
Fréttir
Í gær

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér
Fréttir
Í gær

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera
Fréttir
Í gær

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“
Fréttir
Í gær

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknuð af ákæru um fjárdrátt en sakfelld fyrir umboðssvik

Sýknuð af ákæru um fjárdrátt en sakfelld fyrir umboðssvik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“