Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að háttsettur bandarískur embættismaður hafi sagt að 80% af þeim herafla sem Rússar höfðu safnað saman við úkraínsku landamærin sé nú kominn inn í Úkraínu. Rússneski herinn glímir hins vegar við margvísleg vandamál í sókn sinni að Kyiv.
Bílalestin er sögð hafa hreyfst sáralítið síðasta sólarhringinn vegna skorts á eldsneyti og mat. Benda upplýsingar bandarískra leyniþjónustustofnana til að baráttuvilji rússnesku hermannanna sé mjög lítill og margir eru sagðir hafa gefist baráttulaust upp fyrir Úkraínumönnum.