TV2 skýrir frá þessu. Hefur miðillinn eftir Kenneth Øhlenschlæger Buhl, hjá danska varnarmálaskólanum, að ef viðkomandi sé þjóðhöfðingi og samtímis yfirmaður hersins, bæði formlega og í raun, þá sé viðkomandi löglegt skotmark þegar stríð geisar.
Astrid Kjeldgaard-Pedersen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, tók undir þetta og sagði að þegar stríð geisi sé gerður greinarmunur á óbreyttum borgurum og þeim sem berjast. Hermenn taki þátt í bardögum og það megi drepa þá og Pútín sé æðsti yfirmaður rússneska hersins og falli því undir það að vera þátttakandi í bardögum.