Úkraínski miðillinn The Kyiv Independent segir að Pútín vilji skipa Viktor Yanukovych sem forseta Úkraínu, nái Rússar að vinna stríðið.
Yanukovych er sagður vera staddur í Minsk og að rússnesk stjórnvöld séu nú að vinna að því að skipta núverandi forsetanum, Volodimír Zelenskí út.
⚡️Media: Putin wants to reinstate Yanukovych as president of Ukraine.
Viktor Yanukovych is allegedly in Minsk, and the Kremlin is preparing an operation to replace Zelensky with the ex-president ousted by the EuroMaidan Revolution in 2014, according to Ukrainska Pravda’s sources
— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) March 2, 2022
Yanukovych var forseti Úkraínu á árunum 2010-2014 en þá var hann hrakinn frá völdum í úkraínsku byltingunni og hefur síðan þá verið í útlegð í Rússlandi. Hann var sakaður um ýmis brot gegn úkraínsku þjóðinni á valdatímanum sínum. Meðal annars hefur hann verið sakaður af Amnesti International um að hafa notað sérstaka úkraínska lögreglu sem var kölluð Berkut til að hóta, ráðast á og pynta mótmælendur í landinu. Eins var hann sakaður um kosningasvik.
Hann var sakfelldur af úkraínskum dómstól fyrir landráð árið 2019 og dæmdur í 13 ára fangelsi. Hann hefur þó ekki setið af sér dóminn. Hann var einnig sakaður um að hafa beðið Pútín um að senda rússneskt herlið inn í Úkraínu eftir að hann flúði þangað í kjölfar byltingarinnar.
Og aðeins fáeinum mánuðum eftir að hann flúði til Rússlands var Krímskaginn innlimaður.
Yanukovych var mótfallinn því að ganga í Evrópusambandið og undir stjórn viðgengust ýmis brot gegn úkraínskum íbúum.