Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um nokkur umferðaróhöpp í gærkvöldi og nótt. Engin slys urðu á fólki en eignatjón var töluvert í sumum tilfellum. Einn þeirra ökumanna sem lenti í umferðaróhappi er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Hann var vistaður í fangageymslu.
Því til viðbótar voru þrír ökumenn handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra er einnig grunaður um vörslu fíkniefna.