fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Íslendingar undirbúa sig undir mögulega kjarnorkustyrjöld

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. mars 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joðtöflur eru nú uppseldar í Lyfju vegna ótta sem hefur gripið um sig við hugsanlegt kjarnorkustríð. Frá þessu greinir Stundin.

Þetta er ekki bundið við Íslands og hafa fregnir borist frá því að joðtöflur séu víða uppseldar og jafnvel að fjöldi manns séu á biðlista eftir þeim hjá apótekum.

Finnskir miðlar greindu frá því á laugardag að joðtöflur væru farnar að seljast upp og sambærilegt hefur átt sér stað í Svíþjóð, Belgíu, Slóvakíu, Noregi og víðar.

Með því að taka inn joðtöflur er hægt að minnka líkur á að geislavirk joð komist inn í skjaldkirtilinn. Þeir sem horfðu á nýlegu leiknu  þáttaröðina Chernobyl gátu til að mynda séð persónu í þættinum taka inn joðtöflur og hvetja aðra til að leika það eftir í þættinum eftir að hún veitti því athygli að mikil geislavirkni var í umhverfinu.

Joð töflurnar gera þó engan ónæman fyrir geislun heldur geta dregið úr þeirri hættu sem líkamanum stafar af geisluninni með því að metta skjaldkirtilinn svo hann freistist ekki til að gæða sér á þeim menguðu í umhverfinu. Joðtöflurnar veita þó enga tryggingu og þarf að taka þær í réttu magni, á hárréttum tíma og endurtaka með skipulegum hætti eftir opinberum leiðbeiningum.

Joðtöflum er til að mynda dreift til íbúa í Bandaríkjunum sem búa nærri kjarnorkuverum með þeim fyrirmælum að fólk taki inn töflurnar ef öryggisfulltrúar kalli eftir því.

Utanríkisráðherra Rússlands, Sergey Lavrov, hefur varað við því að ef þriðja heimsstyrjöldin brestur á, þá verði kjarnavopnum beint með tilheyrandi hörmungum.

Forseti Rússlands, Pútín, setti kjarnorkusveitir sínar á sunnudag í viðbragðsstöðu, en sú ákvörðun hans hefur skotið mörgum skelk í bringu þó svo aðrir telji að forsetinn hafi þar aðeins verið að hóta.

Utanríkisráðherra Frakklands sagði til að mynda við fjölmiðla að Pútín þyrfti að hafa það í huga þegar hann hótaði kjarnorkusprengjum að hann væri ekki sá eini sem ætti kjarnorkuvopn, slík ættu NATÓ einnig.

Sviðsstjóri smásölu og rekstrarstjóri Lyfju, Þórbergur Egilsson, sagði í samtali við Stundina, að alla jafnan væri ekki mikil sala á joðtöflum. Af samræðum við kúnna megi ráða að fólk sé að kaupa töflurnar af ótta við mögulega beitingu kjarnavopna í náinni framtíð.

„Þetta er hræðsla fólks við það sem allir vona að verði ekki og fólk grípur þá til allra mögulegra ráða.“

Þórbergur biðlar til Íslendinga að kynna sér virkni joðs vel áður en það hlaupi út í apótek, þar sem efasemdir séu um gagnsemi þess.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna