fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Helstu tíðindi næturinnar frá Úkraínu – Stýriflaugum skotið á íbúðarhús

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. mars 2022 05:33

Úkraínskur hermaður í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hart hefur verið barist víða í Úkraínu í nótt þar sem Úkraínumenn takast á við rússneskt innrásarlið.

Þetta eru helstu atburðir næturinnar samkvæmt fréttum alþjóðlegra fjölmiðla:

Um klukkan 03 lentu rússneskir fallhlífahermenn í Kharkiv, sem er næst stærsta borg landsins, og hófust harðir bardagar samstundis. Rússneskt stórskotalið hefur látið skothríð dynja á borginni síðustu daga og töluvert mannfall hefur orðið.

Rússneskir hermenn hafa ekki enn náð höfuðborginni Kyiv á sitt vald. Um 65 km löng rússnesk herflutningalest er kyrrstæð norðan við borgina og segja bandarískar leyniþjónustustofnanir að það sé vegna eldsneytis- og matarskorts auk þess sem baráttuvilji rússnesku hermannanna sé lítill. Rússneskir hermenn hafa gert harðar árásir á tvo bæi vestan við Kyiv.

Fjórir létust í Zjitomir þegar rússneskar stýriflaugar lentu á íbúðarhúsum.

Aðskilnaðarsinnar, sem njóta stuðnings Rússa, eru sagðir hafa náð Marjupol á sitt vald. Almennum borgurum hefur verið veittur frestur út daginn til að yfirgefa borgina ef þeir kjósa svo.

Rússar eru sagðir hafa náð borginni Kherson á sitt vald en hún liggur við árósa Dnepr við Svartahaf. CNN hefur birt myndir af rússneskum herbílum aka um borgina.

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur skrifað undir forsetatilskipun um að ólöglegt sé að fara frá Rússlandi með meira en sem svarar til 10.000 dollara í erlendum gjaldeyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja Íslending stórslasaðan á Pattaya

Segja Íslending stórslasaðan á Pattaya
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart