fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Gríðarlegir biðlistar á Vog – Vandi fólks orðinn alvarlegri – „Meiri dagleg drykkja, meiri neysla ópíóíða“

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 2. mars 2022 13:56

Frá Vogi. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirspurn eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog hefur aukist síðustu mánuði og eru nú um 750 manns sem óska eftir meðferð.

„Á þessum tveimur árum sem einkennst hafa af heimsfaraldri vegna Covid-19, skertri þjónustu vegna sóttvarna og fjöldatakmarkana, sést að vandi þeirra sem fengu tækifæri til að leggjast inn á Vog hefur verið alvarlegri en áður. Um er að ræða meiri daglega drykkju, meiri neyslu ópíóíða og hærra hlutfall þeirra sem hafa sprautað ópíóíðum í æð, samanborið við árin fyrir Covid-19.  Mikilvægi þess að standa vörð um þjónustu til fólks með fíknsjúkdóm hefur sjaldan verið meira og nú þegar loks hillir undir endalok þessa veirufaraldurs, enda heimsfaraldur fíknsjúkdóms enn í mikilli útbreiðslu,“ segir í tilkynningu frá SÁÁ.

Þá kemur fram að dregið hafi úr innlögnum á árinu 2020, á fyrra ári Covid. „Færri komu í fyrstu innlögn þótt aðgengi þeirra væri óheft. Fyrst og fremst fækkaði í aldurshópnum yngri en 40 ára. Fleiri voru lagðir inn á síðasta ári (2021) og fjölgaði heildarinnlögnum um tíund milli ára. Þeim sem koma í fyrsta sinn fjölgaði aftur um 14% frá árinu áður. Þessi fjölgun virðist skila sér nokkuð jafnt í öllum aldurshópum, en áfram fækkar innlögnum í yngsta hópnum 19 ára og yngri og er það fagnaðarefni. Sérstaklega hefur verið hugað að snemmtæku inngripi fyrir ungmenni 25 ára og yngri með fíknsjúkdóm og er fækkunin því ekki vegna skerðingar á aðgengi í Covid,“ segir í tilkynningunni.

Þá kemur fram að þrátt fyrir miklar almennar raskanir í samfélaginu og heilbrigðisþjónustunni allri vegna Covid-19 þessi síðastliðnu tvö ár hafi tekist að halda úti öflugu meðferðarstarfi á sjúkrahúsinu Vogi og mikil áhersla verið lögð á að halda sjúkrahúsinu opnu þrátt fyrir fjöldatakmarkanir og íþyngjandi sóttvarnaraðgerðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
Fréttir
Í gær

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér
Fréttir
Í gær

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera
Fréttir
Í gær

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“
Fréttir
Í gær

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknuð af ákæru um fjárdrátt en sakfelld fyrir umboðssvik

Sýknuð af ákæru um fjárdrátt en sakfelld fyrir umboðssvik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“