fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Fyrsta Airbus A320neo vél PLAY komin til Íslands

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. mars 2022 19:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta Airbus A320neo flugvél PLAY er komin til landsins. Floti PLAY hefur hingað til samanstaðið af þremur Airbus A321 flugvélum en þessi nýja A320neo flugvél verður sú fyrsta í röð þriggja flugvéla sem bætast við flotann í sumar. PLAY fékk A320neo flugvélina afhenta í nóvember en hún kom glæný frá Airbus eftir að hafa verið framleidd fyrir annað flugfélag. Henni var flogið til Ostrava í Tékklandi í breytingar til að aðlaga hana að þörfum PLAY. Þar var nýjum sætum, 174 talsins, komið fyrir í farþegarými, nýr tæknibúnaður settur í flugvélina og hún máluð litum PLAY. Systurvél hennar var afhent PLAY frá Airbus í febrúar.

„A320neo flugvélarnar eru sams konar flugvélar og Airbus A321 nema minni og hentug viðbót í stækkandi leiðakerfi PLAY. Farþegar PLAY munu ferðast með henni frá og með miðjum marsmánuði. Þessar vélar hafa fengið mjög góðar viðtökur frá farþegum okkar. Þær eru búnar nýjustu tækni og eru því hljóðlátari og um leið sparneytnari, sem fellur vel að markmiðum PLAY um að draga úr kostnaði og minnka losun kolefna,“ segir Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs PLAY.

Í sumar mun floti PLAY samanstanda af þremur Airbus A321neo, tveimur Airbus A320neo og svo Airbus A321neo LR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi